Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og undirgekkst barkaskurð sem hafði mikil áhrif á rödd hans.
Kilmer var ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum og lék í fjölda mynda.
Hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Batman í Batman Forever frá árinu 1995 en hann lék einnig í myndum á borð við The Doors, þar sem hann fór með hlutverk tónlistarmannsins Jim Morrison, Heat, Tombstone, True Romance og Top Gun þar sem hann lék við hlið Tom Cruise.
Kilmer eignaðist tvö börn, dótturina Mercedes, 33 ára, og soninn Jack sem er 29 ára.