fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Malcolm in the Middle stjarna mynduð í fyrsta skipti í 18 ár

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 08:40

Hver man ekki eftir Dewey?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Per Sullivan sló í gegn sem Dewey í vinsælu Malcolm in the Middle þáttunum frá aldamótum til 2006. Síðan þá hefur hann haldið sig að mestu úr sviðsljósinu og hefur hann ekki verið myndaður í mörg ár, fyrr en nú.

Þessar nýju myndir hafa farið eins og eldur í sinu um netheima, enda finnst mörgum gaman að sjá hvernig fyrrverandi barnastjarnan lítur út í dag.

Sérstaklega þar sem hann mun ekki leika í nýjum Malcolm in the Middle þáttum, en síðasta desember var greint frá því að það verður fjögurra þátta endurkoma á Disney og hafa Bryan Cranston og Jane Kaczmarek, sem leika foreldrana, staðfest að þau munu taka aftur að sér gömlu hlutverkin, einnig munu Frankie Muniz (Malcolm), Justin Berfield (Francis) og Christopher Masterson (Reese) aftur leika eldri bræðurna.

Caleb Ellsworth-Clark mun leika Dewey í nýju þáttunum.

Caleb Ellsworth-Clark - IMDb
Caleb Ellsworth-Clark.

Erik er samt sem áður í góðu sambandi við gömlu meðleikara sína. Jane, sem lék mömmu hans Lois í þáttunum, sagði nýlega um hann:

„Hann hefur það mjög gott. Hann lék í þáttunum í sjö ár, hann byrjaði þegar hann var sjö ára og hætti þegar hann var fjórtán ára. Hann hafði engan áhuga á því að leika.“

Hún hrósaði einnig Erik fyrir að hafa yfirgefið bransann. „Svo margir halda að þetta sé besti bransi í heimi, en það er það ekki fyrir alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn