Þessar nýju myndir hafa farið eins og eldur í sinu um netheima, enda finnst mörgum gaman að sjá hvernig fyrrverandi barnastjarnan lítur út í dag.
Después de 15 largos años sin ver una nueva foto de él y también de estar fuera de el ojo público se pudo captar a Erik Per Sullivan en la actualidad. pic.twitter.com/EHfajn6MO8
— Memes Universidad Nacional (@nacional_memes) April 1, 2025
Sérstaklega þar sem hann mun ekki leika í nýjum Malcolm in the Middle þáttum, en síðasta desember var greint frá því að það verður fjögurra þátta endurkoma á Disney og hafa Bryan Cranston og Jane Kaczmarek, sem leika foreldrana, staðfest að þau munu taka aftur að sér gömlu hlutverkin, einnig munu Frankie Muniz (Malcolm), Justin Berfield (Francis) og Christopher Masterson (Reese) aftur leika eldri bræðurna.
Caleb Ellsworth-Clark mun leika Dewey í nýju þáttunum.
Erik er samt sem áður í góðu sambandi við gömlu meðleikara sína. Jane, sem lék mömmu hans Lois í þáttunum, sagði nýlega um hann:
„Hann hefur það mjög gott. Hann lék í þáttunum í sjö ár, hann byrjaði þegar hann var sjö ára og hætti þegar hann var fjórtán ára. Hann hafði engan áhuga á því að leika.“
Hún hrósaði einnig Erik fyrir að hafa yfirgefið bransann. „Svo margir halda að þetta sé besti bransi í heimi, en það er það ekki fyrir alla.“