Læknirinn Vonda Wright, sérfræðingur í öldrun og langlífi, var gestur í vinsæla hlaðvarpsþætti Mel Robbins fyrir stuttu. Hún lét þau fleygu orð falla að allar konur ættu að geta gert allavega ellefu armbeygjur, á tánum og nú er trend á TikTok þar sem konur skella sér í gólfið og sýna hvað þær geta.
Meðal þeirra er áhrifavaldurinn og samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir
„Ég í hvert skipti sem ég heyri þennan [hljóðbút úr viðtalinu] og ég sé ykkur drottningarnar gera armbeygjur,“ skrifaði hún með myndbandi af sér gera tíu armbeygjur.
@sunnevaeinars motivating me to do pushups in my scroll time 🧘🏼♀️#girlssupportgirls ♬ original sound – Mel Robbins
Dr. Vonda Wright sagði þetta vera viðmið og að það væri auðveldlega hægt að ná þessu með æfingu. Hún deildi æfingarútínunni sem hún lætur sjúklinga sína gera: Út að ganga fjórum sinnum í viku í 45 mínútur í senn, lyfta þungu tvisvar í viku og læra að lyfta eigin líkamsþyngd.
„Hver kona ætti að geta gert ellefu armbeygjur, venjulegar armbeygjur,“ sagði hún og tók fram að hún ætti við armbeygjur á tám ekki hnjám.
„Þú getur unnið að þessu,“ sagði hún og bætti við að hún hefði persónulega séð ótal mörg dæmi um það.
Hlustaðu á hana segja betur frá þessu hér að neðan.
@melrobbins Every woman should be following this workout routine from @DrVondaWright. Hear more on this episode of The Mel Robbins Podcast, 🎧 “Look, Feel, & Stay Young Forever: #1 ♬ original sound – Mel Robbins