Lana Rhoades var vel þekkt nafn í klámbransanum þó hún hafi aðeins verið starfandi í átta mánuði og sagði skilið við iðnaðinn fyrir rúmlega átta árum.
Þegar Lana var sautján ára gömul fékk hún skriflegt leyfi hjá föður sínum til að vinna á veitingastað sem er svipaður Hooters, þar sem þjónustustúlkurnar eru í efnislitlum og djörfum klæðnaði.
Þetta voru fyrstu kynni Lönu af því að vera hlutgerð af karlmönnum. Í hlaðvarpsþætti af Curious Mike sagði Lana að hún hafi sóst eftir viðurkenningu karlmanna og þegar þeir gáfu henni háar fjárhæðir í þjórfé hafi henni liðið vel.
Þegar hún var nítján ára gömul, árið 2016, byrjaði hún í klámi en hætti árið 2017 eftir röð erfiðra atvika sem hún hefur þurft að vinna í með aðstoð sálfræðinga.
Þáttastjórnandi Curious Mike spurði Lönu hvernig henni hafi tekist að yfirgefa bransann.
„Ég þurfti að gera það, því annars hefði ég örugglega tekið eigið líf. Því undir lokin var ég byrjuð að fá kvíðaköst fyrir tökur því mig langaði ekki að taka upp þessi atriði en ég vissi ekki hvernig ég átti að segja: „Nei, ég vil ekki gera þetta,““ sagði hún.
Lana komst að því seinna að umboðsmenn hennar væru sífellt að bóka hana í grófari og grófari verkefni til að græða meira á henni.
Síðan Lana hætti í kláminu hefur hún talað opinskátt um upplifun sína af bransanum og hvaða áhrif sum atriðin höfðu á hana.
Árið 2021 lýsti hún „ógeðslegasta“ og erfiðasta atriðinu sem hún lék í á ferlinum. Við vörum viðkvæma við lýsingunum hér að neðan.
„Eitt af því versta, í alvöru, mér finnst eins og ég sé stundum í afneitun og get ekki sætt mig við það sem ég hef gert,“ sagði hún.
„Það var eitt sem ég hef reynt að tala við sálfræðinginn minn um en það var eitt atriði sem ég þurfti að gera sem var mjög erfitt fyrir mig.
Þessi gaur var með skál og hann lét mig kúgast þar til ég ældi í skálina og hann síðan pissaði í skálina, og í miðju atriði spurði hann mig um að drekka úr skálinni og ég vissi ekki hvernig ég gæti sagt nei. Þetta var ógeðslegt og viðbjóðslegt atriði.“
Þetta var eitt af mörgum atvikum sem varð til þess að Lana ákvað að kveðja klámiðnaðinn.
Sumir hafa gagnrýnt Lönu fyrir að tala á svona neikvæðan hátt um bransann eftir að hafa „grætt á tá og fingri“ á honum. Það er hins vegar ekki rétt, Lana græddi mjög lítið á þessum átta mánuðum en hún er ekki eina fyrrverandi klámstjarnan sem hefur vakið athygli á því að það eru ekki leikararnir sem eru að græða, heldur framleiðendurnir.
Mia Khalifa var mjög vinsæl klámstjarna árið 2014 og varð heimsþekkt eftir að hún fékk morðhótanir frá ISIS eftir að hafa komið fram í klámmynd með slæðu (e. hijab).
„Fólk heldur að ég sé að þéna margar milljónir frá klámi. Algjörlega ósatt. Ég þénaði SAMTALS um eina og hálfa milljón og sá aldrei krónu aftur eftir það. Að finna venjulegt starf eftir að hætta í klámi var erfitt og ógnvekjandi,“ sagði Mia fyrir nokkrum árum.
Lana tók í sama streng og Mia.
„Þegar ég var í iðnaðinum græddi ég ekki skít,“ sagði hún í hlaðvarpsþættinum BFFs árið 2021.
Lana sagðist vilja vara ungar konur við að fara í klámiðnaðinn. „Þær halda að þetta sé mjög heillandi vinna [en það er það ekki]. Hún borgar ekki einu sinni almennilega.“
Lana var vinsælasta klámstjarna Pornhub árið 2019, þrátt fyrir að hafa hætt í iðnaðinum nokkrum árum áður, en það voru vinsældir hennar á Instagram sem ýttu undir vinsældir hennar á Pornhub.
Þetta hefur haft mikil áhrif á hana og hefur hún áður sagt að hún óski þess að hún gæti látið eyða öllum klámmyndunum sem hún lék í.
„Í fullri hreinskilni segi ég fólki að ef ég gæti farið til baka þá myndi ég fórna öllu til að fá virðingu mína aftur og svo að fólk geti ekki lengur séð mig á þennan hátt,“ sagði hún í hlaðvarpsþættinum Tap In árið 2021.
Lana hefur reynt fyrir sér í hlaðvarpsbransanum en sagði skilið við hann fyrir tæplega tveimur árum. Hún hefur starfað sem fyrirsæta um árabil og meðal annars setið fyrir Alexander Wang og gengið niður tískupalla fyrir Dilara Findikoglu. Hún starfar einnig sem hönnuður og hannaði nærföt sem eru til sölu á Yandy.com. Lana framleiðir einnig eigið efni fyrir OnlyFans.
Hún á þriggja ára son sem hún heldur frá sviðsljósinu.
View this post on Instagram