fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Draslið hans Elon Musk á ekki roð í þetta

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 16:00

Erlingur Erlingsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og NATO í Afganistan hefur blandast mikið inn í almenna umræðu síðustu vikna í sambandi við breytta ásýnd í heimsmálnum. Erlingur er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þættinum af Einmitt hlaðvarpi Einars þar sem þeir ræða stöðuna í Úkraínu, framferði Pútins og Trump og sviðsmyndirnar sem nú blasa við í breyttum heimi.

Allt annar Trump 

Trump á seinna kjörtímabilinu sínu er allt annar Trump en sat fyrra kjörtímabilið segir Erlingur. „Þetta er allt annað Trump fyrirbæri í þessari umferð. Í millitíðinni reynir hann að ræna völdum með árásinni á þinghúsið. Hann ber enga virðingu fyrir lýðræðinu og hefur hótað að haga sér eins og einræðisherra,“ segir Erlingur. „Módelið sem Trump er að vinna eftir er Ungverjaland Viktors Orban. Þar er pressan ekki frjáls, engir raunverulegir andstæðingar og dómstólar eru ekki sjálfstæðir. En það módel Orban er auðvitað Rússland Pútíns.

Draslið hans Elon Musk á ekki roð í þetta

Tal þeirra beinist þá að Kína og þeirri stöðu sem ríkir á milli Kína og Bandaríkjanna í dag.

„Það er samt alveg ljóst að Trump stjórnin hefur mestar áhyggjur af Kína og í raun er Kína mjög hættulegur keppinautur.” segir Erlingur. „Þetta er miklu öflugri keppinautur en Bandaríkin hafa staðið frammi fyrir áður.” Bara ef horft er til snjalltækja og bíla framleiðslu sé Kína á hraðri leið fram úr Bandaríkjunum. Þar séu gæðin í  rafmagnsbílaframleiðslunni þannig að „Draslið hans Elon Musk á ekki roð í þetta.

Af hverju vill Pútin Úkraínu? 

Flestir hafa haldið því fram að Pútin sé á eftir auðlindum og það sé leiðarljósið hans inn í stríðið í Úkraínu.

„Pútín getur ekki hugsað sér að Úkraína vinni stríðið og komist inn í Evrópusambandið og hafi öryggistryggingu Nato og þróist eins og Pólland hefur þróast.” segir Erlingur.  „Pólland skaust fram úr Bretlandi í meðaltekjum íbúa. Pútín horfir á þetta og hugsar auðvitað hvað það þýði fyrir hann ef þetta gerist í Úkraínu því þá muni Pútin eiga mjög erfitt með að halda stjórn á rússnesku þjóðinni.

Af hverju ekki við? 

Erlingur segir þannig að Pútín, sem stýrir Rússlandi með harðri hendi, stýri öllum fjölmiðlu og fangelsar óvini sína muni ekki ráða við ástandið sem myndi skapast ef Úkraína myndi upplifa sömu framfarir í lífsgæðum.

„Þá myndi Rússneska þjóðin spyrja „Af hverju ekki við?”Þannig að ég held og margir mér vitrari að það sé fyrst og fremst hans tilvist sem hann vill tryggja. Síðan blandast saman við þetta stórveldisdraumar og arflegðar hugsun”.

Samtal Einars og Erlings í heild sinni má nálgast á næstu hlaðvarpsveitu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“