fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Hroði ætlar að safna fyrir Barnaspítalann og vökudeild með keppni í Iron Man – „Draumurinn minn er að ég skilji eitthvað eftir mig“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Hroði Geirmundsson, einkaþjálfari og fyrrum Evrópu- og heimsmeistari í kraftlyftingum, er búinn að ákveða að keppa í Iron Man innan árs. Keppnin er 4 km sund, 180 km hjólreiðar og að lokum heilt maraþon 42,2 km, allt í einni beit. Hroði eins og hann er alltaf kallaður ætlar þó ekki bara að keppa heldur að láta gott af sér leiða um leið.

„Draumurinn minn er að ég skilji eitthvað eftir mig og láti eitthvað gott af mér leyfa. Ég vil safna fyrir börnin, krakkana,“ sagði Hroði í myndbandi 8. apríl þar sem hann óskaði eftir ábendingum um málefni til að styrkja. Hroði ætlar að taka sér ár í að æfa fyrir keppnina, hann hefur aldrei synt eða hjólað, og einu sinni hlaupið maraþon í fyrra. Sem hann segist hafa farið nokkuð ágætlega með. Hann á ekki hjól og er til í að fá hjólið lánað, eins ef einhver þríþrautarkappi er með ráð handa honum.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og í gær birti Hroði nýtt myndband þar sem hann segist hafa fengið margar ábendingar og erfiðast hafi verið að velja eitt málefni. Hann segir að það komi annað verkefni eftir þetta, en núna ákvað hann að safna fyrir vökudeildina og Barnaspítala Hringsins. Hann er búinn að funda með Hildi frá barnaspítalanum og Önnu frá Hringnum.

Bindur vonir við að safna 12-18 milljónum

Brýn nauðsyn er á hitaborði og hitakassa á vökudeild barnaspítalans. Borðið kostar 6 milljónir og kassinn kostar 12 milljónir.

„Ég bind vonir og set markið á að ná 2 borðum eða einu borði og einum kassa, 12-18 milljónir, af hverju ekki? Annar strákurinn minn þurfti að dvelja þarna og vorum við bara tveir saman í marga daga meðan ég gekk undirgöngin með brjóstamjólk frá eiginkonu minni sem var með hinn son okkar. Bróðir minn þurfti einnig að dvelja lengi þar með konu og barn.
Málið með Barnaspítalann og vökudeild er að líf ungbarna er svo brothætt og tala nú ekki um öll neyðartilvikin þar sem sekúndur skipta máli, þess vegna finnst mér þetta svo mikilvægt.“

Hroði hefur þegar þegið boð á aðalfund hjá Hringnum þar sem hann ætlar að kynnast starfseminni betur.

Eins og sjá má er Hroði þakinn húðflúrum og segir hann á gamansaman hátt í myndbandinu að vegna útlits síns þá gætu einhverjir veigrað sér við að leggja inn á hann fé til styrktar málefninu. Hann segir þá einstaklinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur því stofnaður verði sérreikningur fyrir verkefnið sem hann muni ekki sjá um. Hann ætli sér aðeins að safna með keppninni í Iron Man. „Ég get þá bara verið boðberi fyrir góðan boðskap.“

„Einnig mun ég fá að heimsækja vökudeild á komandi dögum/vikum og nú fer ég líka á fullt í að taka upp og safna efni og byrja að gera handa ykkur vefþætti, kannski einu sinni í mánuði sirka út allt ferlið,“ segir Hroði.

„Hvað er geggjaðara og fallegra fyrir okkur öll en að kaupa 1-3 tæki, afhenda barnaspítalanum það og vita til þess að við erum að bjarga mannslífum reglulega, með okkar framlagi, ég segi okkar því ég er bara sendill í þessu samhengi, ég fer og klára lokaverkefnið sem er Iron Man, en við eigum þetta verkefni öll saman.“

Hroði segist enn vera að lenda hlutum í sambandi við hjól, æfingar, sund, ferðalag og hvaða keppni hann tekur nákvæmlega, annað er klárt og komið í farveg. Það er því um að gera að fylgjast með ferðalagi Hroða á æfingum næsta árið og styrkja framtakið þegar söfnun hefst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“