fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fókus

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

Fókus
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 10:25

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið talað um „Ozempic andlit“ og „Ozempic rass“ en nú er það nýjasta „Ozempic fætur.“

Um er að ræða hvimleiða aukaverkun af þyngdarstjórnunarlyfjum á borð við Ozempic, Mounjaro og Wegovy.

Fólk sem notar slík lyf grennist gjarnan hratt og mikið og nær líkaminn ekki að fylgja þessu skjóta þyngdartapi. Þetta hefur reynst heppilegt fyrir lýtalækna sem græða á tá og fingri, þar sem margir leita nú til þeirra til að reyna að vinna gegn Ozempic andlitinu.

Sjá einnig: Lýtalæknar græða á aukaverkun vinsæla megrunarlyfsins – Þetta er „Ozempic andlitið“

Nú er ný aukaverkun að vekja athygli sem hefur fengið viðurnefnið „Ozempic fætur“ og er sagt að enginn getur forðast það, ekki einu sinni stjörnurnar sem eiga nóg af pening til að leita til lýtalækna og í annars konar fegrunarmeðferðir.

The Sun fjallar um málið og segir að þetta sé svo nýtt á nálinni að engin stjarna hefur rætt opinberlega um þetta, en þeirra sérfræðingar segja Sharon Osbourne vera meðal þeirra sem eru að glíma við þennan kvilla.

Sharon hefur talað opinskátt um að hafa verið á Ozempic og sagðist dauðsjá eftir því þar sem hún grenntist of mikið og gat ekki bætt á sig aftur.

Hún birti mynd af sér og barnabarni í sófanum horfa á sjónvarpið. Glöggir netverjar tóku eftir því að Sharon hafði átt við myndina en gleymt fótunum. Andlit hennar var rennislétt en aðdáendur sögðu fæturna koma upp um hana.

Sharon Osbourne cuddling a toddler and a dog on a couch.
Myndin sem um ræðir.

Lýtalæknirinn Gerard Lambe ræddi við The Sun. „Ozempic fætur eru til í alvörunni og því miður er engin aðgerð sem lagar það,“ sagði hann.

„Allir virðast einblína á „Ozempic andlit“ en það kemur kannski mörgum á óvart að „Ozempic fætur“ er raunverulegt fyrirbæri. Ég hef tekið eftir þessu hjá mörgum sjúklingum sem hafa grennst hratt og mikið með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kornið sem fyllti mælinn hjá Garðari: Hvatti fólk til að taka smálán og yfirdrátt – Sjáðu myndbandið

Kornið sem fyllti mælinn hjá Garðari: Hvatti fólk til að taka smálán og yfirdrátt – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“