The White Lotus hafa vakið mikla athygli en í þáttunum er fylgst með hópi gesta á lúxusdvalarstað og ljósi varpað á leyndarmál þeirra.
Í þætti SNL um helgina var Donald Trump meðal annars settur í hlutverk eins gestsins og þá var Sarah Sherman fengin til að herma eftir Aimee Lou Wood sem vakið hefur athygli fyrir áberandi framtennur sínar.
Í færslum á Instagram gagnrýndi Aimee það hvernig grínið var sett fram og beindist það einkum að útliti hennar, hreim og fyrrnefndum framtönnum.
Sagðist Aimee vel getað tekið gríni ef það hittir í mark, en það hljóti þó að vera til sniðugri og ekki eins ódýr leið og farin var í þættinum um helgina. Kvaðst hún hafa fengið afsökunarbeiðni frá fólkinu á bakvið SNL eftir að hún lét í sér heyra.
Aimee var í viðtali við GQ fyrir skemmstu þar sem hún sagði einmitt að umræðan um framtennur hennar gerðu hana dálítið leiða. Fókusinn hjá fólki væri oftar en ekki á þeim frekar en frammistöðu hennar. Velti hún því fyrir sér hvort karlmaður fengi svipaða meðferð.