Játningarklefinn sló í gegn þar sem gestir höfðu tækifæri til að skrifa niður villtar játningar, dónalega drauma eða fullnægjandi fantasíur. Fróunarklefinn var frumsýndur, freyðivínið flæddi út úr kampavínsveggnum frá búbblur.is, skynjunarboxið sló í gegn og Birna Rún fór á kostum þar sem hún tók púlsinn á gestum og gangandi.
DJ Anna María hélt uppi stuðinu og allir sammála um að kvöldið hafi verið einstök upplifun.
Sjáðu myndir frá kvöldinu hér að neðan.