Hljómsveitin Skítamórall fagnaði 35 ára afmæli sínu á dögunum með tveimur tónleikum, annars vegar í Hofi á Akureyri fyrir viku og svo í Háskólabíói síðastliðinn föstudag. Strákarnir sýndu þar og sönnuðu af hverju af hverju þeir hafa verið kallaðir „Konungar sveitaballanna“ og hvers vegna hlustendur útvarpsstöðvarinnar FM957 titluðu þá ár eftir ár „Bestir á balli“ á hlustendaverðlaunum stöðvarinnar. Næstu tónleikar strákanna eru „heima“ en þeir verða á Sviðinu á Selfossi um Hvítasunnuna.
Bílaumboðið Hekla heiðraði piltanna fyrir samstarf sem sveitin átti við umboðið og Volkswagen Golf um aldamótin og stilti upp nýjum Volkswagen bílum fyrir framan innganginn í Háskólabíó með SKÍMÓ einkanúmerunum sem urðu heimsfræg á Íslandi á gullárum sveitarinnar. Vakti það mikla athygli gesta og kátínu. Gestir tónleikanna gátu gætt sér á einni með öllu því drengirnir létu smíða pylsuvagn frá Bæjarins bestu í andyrinu og margt fleira var gert í tilefni áfangans. Enda ekkert eins mikið Selfoss og ein með öllu eftir gott ball.
Gestir hljómsveitarinnar voru ekki af verri endanum. Bergsveinn Beggi í Sóldögg Árelíusson opnaði gestalistann og söng lag með strákunum en um leið líka Sóldaggarlagið Svört Sól en Gunnar II eða Gunnar Þór Jónsson í Skítamóral spilar með Skítamóral á láni frá Sóldögg og hefur gert í 15 ár. Þá bar til tíðinda þegar Kristján Gíslason önnur bakrödd tónleikanna steig fram og hann og Gunnar Ólason forsöngvari tóku Birtu eða Angel, framlag Íslands í Eurovision árið 2001 en það hafa þeir félagar ekki gert saman á sviði síðan þá.
Viktor „Rót“ Hólm Jónmundarson sviðstjóri steig fram og söng hinn göðsagnakennda slagara Þegar ykkur langar en lagið var „felulag“ á vinsælustu plötu hljómsveitarinnar Nákvæmlega” sem kom út vorið 1998. Viktor hóf feril sinn með Skítamórals strákunum en er í dag eftirsóttasti sviðstjórinn í bransansum og varla að Bubbi Morthens fari út í Hagkaup án þess að taka hann með.
Það ætlaði svo allt um koll að keyra undir lokin þegar Patrik PBT Atlason hljóp fram á sviðið í lagið Ennþá. Það á sér um það bil 20 ára forsögu því í janúar 2024 söng hann þetta lag í Morgunsjónvarpi Stöðvar 2 þá aðeins 10 ára. Rúmum 20 árum síðan deildi þessi skærasta poppstjarna samtímans í dag sviðinu með Skítamóral. Eftir Ennþá var svo talið í Skína lag ársins 2023 á Íslensku tónlistarverðlaununum og mest spilaða íslenska lagið á Spotify það árið og eitt mesta spilað lagið þar árið 2024.
Skítamórall eru:
Gítar og söngur: Gunnar Ólason
Gítar: Gunnar Þór Jónsson
Bassi: Herbert Viðarsson
Trommur: Jóhann Bachmann
Gítar: Arngrímur Fannar Haraldsson
ásamt
Alma Rut Kristjánsdóttir söngur
Kristján Gíslason söngur
Ríkharður Arnar píanó
Óskar Þormarsson ásláttur