fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fókus

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. apríl 2025 10:15

Prettyboitjokko tók tvö lög. Mynd: Mummi Lú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Skítamórall fagnaði 35 ára afmæli sínu á dögunum með tveimur tónleikum, annars vegar í Hofi á Akureyri fyrir viku og svo í Háskólabíói síðastliðinn föstudag. Strákarnir sýndu þar og sönnuðu af hverju af hverju þeir hafa verið kallaðir „Konungar sveitaballanna“ og hvers vegna hlustendur útvarpsstöðvarinnar FM957 titluðu þá ár eftir ár „Bestir á balli“ á hlustendaverðlaunum stöðvarinnar. Næstu tónleikar strákanna eru „heima“ en þeir verða á Sviðinu á Selfossi um Hvítasunnuna.

SKÍMÓ 1, 2, 3, og 4

Bílaumboðið Hekla heiðraði piltanna fyrir samstarf sem sveitin átti við umboðið og Volkswagen Golf um aldamótin og stilti upp nýjum Volkswagen bílum fyrir framan innganginn í Háskólabíó með SKÍMÓ einkanúmerunum sem urðu heimsfræg á Íslandi á gullárum sveitarinnar. Vakti það mikla athygli gesta og kátínu. Gestir tónleikanna gátu gætt sér á einni með öllu því drengirnir létu smíða pylsuvagn frá Bæjarins bestu í andyrinu og margt fleira var gert í tilefni áfangans. Enda ekkert eins mikið Selfoss og ein með öllu eftir gott ball.

Strákarnir og einkanúmerin. Mynd: Mummi Lú.

Beggi í Sóldögg sótti gítarleikarann sinn

Gestir hljómsveitarinnar voru ekki af verri endanum. Bergsveinn Beggi í Sóldögg Árelíusson opnaði gestalistann og söng lag með strákunum en um leið líka Sóldaggarlagið Svört Sól en Gunnar II eða Gunnar Þór Jónsson í Skítamóral spilar með Skítamóral á láni frá Sóldögg og hefur gert í 15 ár. Þá bar til tíðinda þegar Kristján Gíslason önnur bakrödd tónleikanna steig fram og hann og Gunnar Ólason forsöngvari tóku Birtu eða Angel, framlag Íslands í Eurovision árið 2001 en það hafa þeir félagar ekki gert saman á sviði síðan þá.

Beggi í Sóldögg. Mynd: Mummi Lú.

Sviðsstjóri Íslands gerði allt vitlaust

Viktor „Rót“ Hólm Jónmundarson sviðstjóri steig fram og söng hinn göðsagnakennda slagara Þegar ykkur langar en lagið var „felulag“ á vinsælustu plötu hljómsveitarinnar Nákvæmlega” sem kom út vorið 1998. Viktor hóf feril sinn með Skítamórals strákunum en er í dag eftirsóttasti sviðstjórinn í bransansum og varla að Bubbi Morthens fari út í Hagkaup án þess að taka hann með.

Viktor tryllir salinn. Mynd: Mummi Lú.

Patrik Atla tryllti salinn

Það ætlaði svo allt um koll að keyra undir lokin þegar Patrik PBT Atlason hljóp fram á sviðið í lagið Ennþá. Það á sér um það bil 20 ára forsögu því í janúar 2024 söng hann þetta lag í Morgunsjónvarpi Stöðvar 2 þá aðeins 10 ára. Rúmum 20 árum síðan deildi þessi skærasta poppstjarna samtímans í dag sviðinu með Skítamóral. Eftir Ennþá var svo talið í Skína lag ársins 2023 á Íslensku tónlistarverðlaununum og mest spilaða íslenska lagið á Spotify það árið og eitt mesta spilað lagið þar árið 2024. 

Prettyboitjokko tók tvö lög. Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Jóhann Bachmann
trommari. Mynd: Mummi Lú.
Alma Rut Kristjánsdóttir og Kristján Gíslason sáu um bakraddir.
Mynd: Mummi Lú.
Herbert Viðarsson bassaleikari. Mynd: Mummi Lú.
Gunnar Þór Jónsson gítarleikari. Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.
Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari.
Mynd: Mummi Lú.
Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveif af gleði.
Mynd: Mummi Lú.
Mynd: Mummi Lú.

Skítamórall eru:

Gítar og söngur: Gunnar Ólason

Gítar: Gunnar Þór Jónsson

Bassi: Herbert Viðarsson

Trommur: Jóhann Bachmann

Gítar: Arngrímur Fannar Haraldsson

ásamt

Alma Rut Kristjánsdóttir söngur

Kristján Gíslason söngur

Ríkharður Arnar píanó

Óskar Þormarsson ásláttur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kornið sem fyllti mælinn hjá Garðari: Hvatti fólk til að taka smálán og yfirdrátt – Sjáðu myndbandið

Kornið sem fyllti mælinn hjá Garðari: Hvatti fólk til að taka smálán og yfirdrátt – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“