Kayla Jade er áströlsk OnlyFans-stjarna og háklassa vændiskona sem býður fulla þjónustu, eða full service (FS) eins og hún kallar það. Sem þýðir að hún býður upp á ýmsa kynlífsþjónustu gegn greiðslu.
Hún nýtur mikilla vinsælda á TikTok og leyfir áhugasömum að skyggnast á bak við tjöld vændisþjónustu.
Kayla segir að þrátt fyrir að hún tali opinsskátt um starf sitt þá myndi hún aldrei mæla að byrja í bransanum.
„Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir neinn,“ segir hún í nýju myndbandi. „Það eru svo margir ókostir við iðnaðinn.“
Sjá einnig: Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Kayla segir að peningar ættu ekki að vera eini hvatinn. „Mér finnst eins og þú þurfir að hafa kynlífsverkamannagenið í þér til þess að höndla þennan bransa,“ segir hún.
„Þú þarft að vera meðvituð um hvað starfið mun kosta þig,“
Kayla segir að starfið hefur haft neikvæð áhrif á andlegu heilsu hennar. „Þegar ég var að hitta nokkra viðskiptavini í röð, eða var að taka upp klámefni með fólki sem ég þekkti varla.“
„Ég vil ekki að fólk sjái mig á TikTok og hugsi með sér: „Vá, æði, hún þénar svo mikinn pening.“ Án þess að vita hvað ég þurfti að gera til að fá þennan pening,“ segir hún.
Hún ræðir nánar um gallana í myndbandinu hér að neðan.
@blueeyedkaylajade Why I don’t recommend #storytime ♬ original sound – blueeyedkaylajade