Dansararnir Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikta Bazev höfnuðu í þriðja sæti á Super Grand Prix Professional dansmótinu í borginni Blackpool í Bretlandi.
„Við nutum hverrar mínútu á dansgólfinu enda eigum við margar góðar minningar frá þessum stað,“ segir Hann í færslu á samfélagsmiðlum. „Stuðningurinn í salnum ómetanlegur!
Takk allir fyrir hvatninguna og kveðjurnar.“
Ekki eru nema tvær vikur síðan Hanna og Nikita sigruðu flokk atvinnumanna í latíndönsum á móti á Spáni, Mallorca Dance Festival í Calviá. Þá er einnig stutt síðan þau unnu sér inn þátttökurétt á heimsleikunum í borginni Chengdu í Kína í ágúst. En þeir eru haldnir á fjögurra ára fresti og aðeins 16 bestu atvinnumennirnir komast þangað.