fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Fókus

Fara frekar í veiði en að kaupa sér hjólhýsi

Fókus
Sunnudaginn 13. apríl 2025 10:00

Norðurá er ein besta laxveiðiá landsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji þátturinn af Veiðin með Gunnari Bender er nú aðgengilegur hér fyrir neðan. Í þættinum kíkir Gunnar í Norðurá, eina bestu laxveiðiá landsins, og fylgist þar með hjónunum Viktori Svein Viktorssyni og Birnu Dögg Jónsdóttur freista þess að veiða í bongóblíðu í Borgarfirði. Þau hjónin eru mikið áhugafólk um veiði og leyfa sér nokkra túra á ári, frekar en að kaupa sér hjólhýsi, grínast Viktor Sveinn með.  Áin þeirra er þó Mýrarkvísl, en hana hafa þau heimsótt í ellefu ár í röð, og hafa fengið góða veiði þar í gegnum árin.

Viktor Sveinn starfar hjá flugfélaginu Atlanta og flýgur út um allan heim allt árið um kring en segir það yndislegt að koma út í guðsgræna náttúruna og njóta þess að veiða þegar færi gefst.

Sjá einnig: Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Þættirnir eru unnir í samstarfi við Veiðar.is sem er nýr frétta- og upplýsingavefur um sport- og laxveiðar í íslenskri náttúru. Á vefnum eru nýjustu fréttir úr veiðinni og því sem þar gerist á hverjum tíma, auk viðtala og frásagna af veiðiferðum, reynslu og upplifun einstaklinga og hópa í veiðimennsku.

Gunnar Bender ritstjóri er annálaður áhugamaður um stangveiðar í ám og vötnum sem og auðvitað hafi, og er með áratuga reynslu af sportveiði og veiðimennsku. Gunnar hefur ferðast um landið árið um kring og hitt sportveiðifólk og aðra áhugasama um veiðar og útivist.

Sjá einnig: Svartsýnn barnungur dorgari: „Ég held að það sé ekkert mikill fiskur hérna“

Í þessum ferðum sínum dreifir Gunnar m.a. Sportveiðiblaðinu, einu mest lesna og virtasta tímariti um laxveiðar á Íslandi en Gunnar stofnaði til útgáfunnar fyrir 40 árum og hefur verið þar ritstjóri og útgefandi síðan.

Veiðiþætti Gunnars þekkja margir en hann hefur framleitt slíka þætti um veiðar í villtri náttúru Íslands og frá helstu laxveiðiám landsins. Nokkrir af veiðiþáttum Gunnars eru aðgengilegir á veidar.is og á YouTube rásinni Veiðar.

Hér má horfa á þriðja þáttinn af Veiðinni með Gunnari Bender og fyrir neðan eru fyrri þættirnir tveir:

Veiðin 2025 - Þáttur 3
play-sharp-fill

Veiðin 2025 - Þáttur 3

Þáttur 2: Dorgveiði í Hafnarfjarðarhöfn

Veiðin 2025 þáttur 2 Dorgveiði í Hafnarfirði.mp4
play-sharp-fill

Veiðin 2025 þáttur 2 Dorgveiði í Hafnarfirði.mp4

Þáttur 1: Jógvan Hansen og félagar á Laxá í Mýrum

Veiðin 2025 þáttur 1 Opnun Langá.mp4
play-sharp-fill

Veiðin 2025 þáttur 1 Opnun Langá.mp4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndbandið: Brynhildur sýndi leynda hæfileika – Netverjar í sjokki

Sjáðu myndbandið: Brynhildur sýndi leynda hæfileika – Netverjar í sjokki
Fókus
Fyrir 5 dögum

Baksviðs á Ungfrú Ísland

Baksviðs á Ungfrú Ísland
Hide picture