fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 12. apríl 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Eyfjörð hefur glímt við margskonar fíkn frá unglingsaldri. Hann er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV, og ræðir hreinskilið og hispurslaust um eigin baráttu við fíkn.

Í þættinum ræddi hann einnig um auglýsingar frægra einstaklinga fyrir hin mörgu veðbankafyrirtæki sem hafa rutt sér til rúms hér á landi, en í brotinu og greininni hér að neðan opnar hann sig um eigin sögu og baráttu.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

„Fyrsta fíknin mín var spilafíkn,“ segir Garðar.  „Ég ólst upp við þetta. Spilafíkn var í fjölskyldunni minni, spilakassarnir.“

„Ég elska mömmu mína, ég hef ekkert á móti henni og hún gerði mér ekkert rangt. En oft þegar ég var að finna mömmu þá var hún í spilakössunum.“ Garðar segir að hann hafi ýmist þurft að fara því hann var ólukka eða vera hjá henni því hann var lukkugripur hennar.

„Ég var 14, 15, 16 ára og byrjaði að spila með henni, þannig byrjaði þetta.“

Með tímanum þróaðist þetta. „Síðan byrjaði ég að gera þetta sjálfur, stelast í þetta. Þegar ég varð átján ára þá fór ég grimmt í þetta,“ segir Garðar og segir þetta hafa byrjað smám saman, í byrjun hafi þetta bara verið gaman og virkað saklaust.

„Maður er ungur, heilastarfsemin er ekki að virka nógu vel. Þú ert fljótur að spreða peningum. Ég var orðinn 19-20 ára að eyða heilu launaseðlunum í þetta. Ég man einn daginn ætlaði ég að kaupa mér nýtt sjónvarp, þegar túbusjónvörp voru málið, en ég fór bara í sjoppuna og spilaði fyrir 180 þúsund kall, bara öll launin mín,“ segir hann.

„Spilafíknin var fyrst, síðan kom drykkjan, reykja, spítt, notaði ógeðslega mikið spítt og alsælu. En ég veit í dag, ég er búinn að vinna svo mikið í sjálfum mér, af hverju þetta er. Ég á rosalega áfallasögu. Ég var 37 ára  gamall þegar læknir sagði við mig að ég sé kvíðasjúklingur, en allt mitt líf fékk ég að heyra: „Þú ert geðveikur, þú ert stressaður.“ Tilfinningar mínar voru aldrei teknar gildar.“

Fólk með áfallasögu á bakinu er útsett fyrir fíkn. „Þess vegna varð ég eiginlega háður öllu. Matarfíkill, eitthvað sem ég er ennþá að díla við í dag.“

Botninn endalausi

Garðar segist ekki trúa á að fíklar nái einhverjum ákveðnum botni. „Þú getur alltaf farið lægra, án gríns,“ segir hann og bætir við að hann hafi margoft lent í því að telja sig vera búinn að ná botninum, en síðan sökk hann dýpra.

„Fíkillinn getur alltaf farið lægra. Skömmin og sjálfshatrið er svo mikið.“

Þann 4. janúar 2018 var Garðar búinn að ákveða að kveðja þennan heim og fann hann fyrir mikilli ró eftir að hafa tekið þá ákvörðun. Sem betur fer hætti hann við eftir símtal frá pabba vinar hans. „Hann hjálpaði mér og talaði við mig. En viku seinna fór ég aftur að veðja og nota. Ég fékk hjartaáfall 2019 og það dugði ekki einu sinni. Ég er búinn að eiga fullt af botnum, þetta er alvarleg veiki.“

Garðar Eyfjörð.

Kókaínbender tíu dögum eftir hjartaáfall

Þegar Garðar fékk hjartaáfall var hann 37 ára. „Læknarnir sögðu að meðalaldurinn þarna væri um 60 ára. Ég var með tvær kransæðastíflur, en það dugði ekki heldur. Tíu dögum seinna fór ég aftur á kókaínbender og að veðja,“ segir hann og bætir við að sjálfseyðingarhvötin hafi verið svo sterk, að þó hann hafi hætt við að fremja sjálfsvíg þá hafi hann hægt og rólega verið að drepa sig.

„Eftir þann bender small eitthvað í hausnum á mér.“ Þá hófst bataferli Garðars. Hann byrjaði í AA-samtökunum.

Garðar segist hafa verið heppinn, verandi með gott bakland og að flestir vinir hans voru edrú.

„Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt. Ég fór í samtökin með einlægni, ég fann mér sponsor og gerði allt sem hann sagði mér að gera. Ég gerði það í svona ár, tók sporin, eitt það besta sem ég gerði var að taka sporin. Ég mæli með að allir tjékka hvað sporin gera, það er svona fyrsti lykillinn að velgengni. Samtökin voru ekki að virka lengur fyrir mig, þá fór ég í leitandi. Fór að hugleiða og fann konu sem heitir Sonya, hún er einhver shaman gella sem var að kenna mér að hlusta á tónlist, hugleiða og finna innri ró. Gerði þetta í smá tíma. Ég er ekki mikill aðdáandi fanaticisma, svona öfgakennt, um leið og eitthvað verður öfgakennt þá fer ég. Eftir þessa leitandi hugleiðslu tímabil þá tók ég bestu ákvörðun lífs míns, að fara í kvíða- og áfallameðferð, EMDR þerapíu, með sálfræðingi sem er líka sérfræðingur í fíknivanda. Ég gerði þetta í tvö ár og þetta var mindblowing shit.

Þetta er bókstaflega eitt af því besta sem ég gerði, að vinna að rót vandans.“

Sjá einnig: Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

„Ég er ótrúlega kraftmikill“

Aðspurður hvort það sé ekki erfitt, að vera í bata og að fylgjast með þessum áhrifavöldum og þekktu einstaklingum sem eru í samstarfi með netspilavítum og veðbönkum svarar Garðar neitandi. Hann segir að í fyrra hafi eitt gerst, sem hann kýs að halda fyrir sjálfan sig, sem varð til þess að hann veit að hann mun aldrei snerta veðmál og kókaín aftur.

Hann þakkar einnig umhverfinu sínu fyrir áframhaldandi bata. „Fyrir fíkil skiptir umhverfið miklu máli, þú ert afurð þess í kringum þig,“ segir hann.

„Líf mitt er fokking næs, án gríns. Auðvitað glími ég við þunglyndi, er kvíðinn og á slæma daga eins og allir hinir, en ég er frekar stabíll, öruggur og þekki sjálfan mig, og hef trú á sjálfan mig, ég er hættur að vanmeta eigin getu, ég er ótrúlega kraftmikill.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Garðari á Instagram og TikTok

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“
Hide picture