Um er að ræða algengasta form taugahrörnunar (MND) og lýsir sjúkdómurinn sér þannig að aðeins viljastýrðir vöðvar verða fyrir áhrifum. Sjúkdómurinn er ólæknandi en meðal annarra þekktra einstaklinga sem þjást hafa af sjúkdómnum má nefna Stephen Hawking.
Dane hefur leikið fjölmörg áberandi hlutverk og muna aðdáendur Grey‘s Anatomy ef til vill eftir honum úr þáttunum þar sem hann lék Dr. Mark Sloan. Þá lék hann í þáttunum Euphoria og þáttunum The Last Ship svo eitthvað sé nefnt.
Tökur á þriðju þáttaröð Euphoria standa nú yfir og segir Dane að greiningin ætti ekki að hafa áhrif á þátttöku hans í seríunni.
Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum segist hann þakklátur fyrir að hafa fjölskyldu sína sér við hlið nú þegar nýr kafli tekur við. Eric er kvæntur leikkonunni Rebeccu Gayheart og eiga þau tvö börn saman, 13 og 15 ára. Eric er 52 ára.