fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Þegar Jósu var tilkynnt að hún væri með krabbamein hitti hún heilara sem sagði að hún hefði val – Batinn þótti hálfgert kraftaverk

Fókus
Föstudaginn 11. apríl 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Nýjasti gestur Þvottahússins er Jósa Goodlife sem er íslenskur orkuheilari búsett í Kaliforníu BNA. Jósa sem Gunnar kynntist fyrir um 20 árum síðan þegar þau bæði voru búsett í Kaupmannahöfn hefur fengið að ganga í gegnum eld og brennistein og mætt öllu því mótvægi sem lífið hefur boðið henni upp á með opnu hjarta. Þessi eiginleiki hennar hvað varðar opið hjarta og skýra úrvinnslu hefur komið henni á þann stað í dag þar sem hún virðist vera orðin að alkemista eða gullgerðarkonu með vald yfir beislun orku.

Erfiðar fréttir

Eftir að hafa greinst með krabbamein í legi aðeins 32 ára gömul fékk hún að vita að aldrei mun hún getað gengið með barn. Legið var fjarlægt og við tók mikið ferli sem sneri auðvitað að því að hefðbundnar barneignir stæðu henni ekki til boða sem og að þessu í kviðsvæði kvenna býr mikið tilfinningarlíf sem lengi tók að heila.

Holrúmið sem hún sagðist hafa fundið var einungis hægt að fylla með ljósi og kærleik og í því ferli sneri hún sér inn á við og hóf þessa lærdómsbraut sem hún vill meina að standa öllum manneskjum til boða. Til að hjálpa til með heilunina sem beið hennar ákvað hún að skrifa bók sem hún hefur nýverið lokið eftir sjö ára vinnsluferli.

Bókin lýsir því hvernig hún fetaði sig áfram í gegnum grunnefnin, vatn, eld, loft og jörð á hinum ýmsu stöðum í heiminum sem í raun endar einmitt í grunnefninu jörð í grjóskusamri Kaliforníu.

Aðsend mynd.

Óvissu tímar í Bandaríkjunum

Ástandið í BNA þessa dagana upplifir Jósa sem mikla óvissu tíma. Hún reynir að forðast fréttamiðla því hún vill meina að takmark meginstraums fjölmiðla sé að ala á ótta og sundrung og á síðustu tveim áratugum eða svo hafi skapast mikið framboð og eftirspurn í þeim efnum.

Hún segir að tengslarof við hið guðlega afl innra með okkur sé orðið á samfélagslegu sviði alveg gríðarlegt og því hafi hún valið að stíga til hliðar og skapa frekar rými til frekari sköpunar í stað þess að þyngja kerfið ennfremur af hinum ýmsu hugmyndum sem kalla á þessa stöðugu afstöðu, afstöðu sem leiðir ekkert af sér nema frekar þjáningu.

Hitti Heilara

Þegar Jósu var tilkynnt það að hún væri með krabbamein hitti hún heilara sem sagði henni að hún hefði val, hún sagði henni að hún hefði valið þessa vegferð að stórum hluta og nú stæði henni til boða önnur ákvörðunartaka sem sneri að heilbrigði og heilun.

Æxlið var fjarlægt í kjölfarið og hún fann fyrir mikilli von og trausti og læknunum til undrunar þremur vikum seinna tilkynntu henni svo að engar vísbendingar væru um að meinið hafði dreift sér. Hún sem sagt gekk heilbrigð úr skurðaðgerð aðeins þremur vikum seinna og fór í enga eftirmeðferð sem í hennar tilfelli þótti hálfgert kraftaverk.

Aðsend mynd.

Flygildi

Jósa er á Íslandi þessa dagana til þess að halda námskeið í orkuvinnslu með áherslu á aðgang að Akashik skránum. Gísli Guðmundsson, miðill, sagði einmitt frá þessum skrám í síðasta þætti Þvottahússins en þær virðast vera aðgengilegar öllum sem beita sér inn á við í leit eftir svörum. Hún vill meina að allt eftir andlegri getu hvers og eins getur hver og einn fengið svör við öllum spurningum heimsins því í raun er tíminn ekki línulegur og svörin séu í raun þegar gefin við spurningum sem þegar hafa verið spurðar.

Talið barst að UFO og Galactic Federal sem Gunnar vill meina að séu þegar mætt til jarðar og séu með mikla orku uppfærslu í gangi þessi misseri. Gunnar sagðist sjá vissan sannleika í þeim efnum og handviss á að aðeins sé spurning um nokkrar vikur eða mánuði þar til við jarðarbúar fáum það staðfest með opinberun að við erum ekki ein hér á jörðinni og í raun við aldrei höfum verið það. Jósa sagði Gunnari að auðvelt væri að leita svara við öllum spurningum sem snýr að Galactic Federal í Akashik skránum, það eina sem þurfti til væri að róa kerfið og biðja um aðgang.

Það má nálgast allt um starf og dagskrá Jósu Goodlife hér og þennan magnaða og einlæga þátt má sjá hér á spilaranum fyrir neðan ásamt að alla þætti Þvottahússins má nálgast á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“