Fyrir nokkrum vikum birti Kanye mjög ljóta færslu um sjö ára tvíbura stjörnuhjónanna, hann sagðist efast um vitsmunalegan þroska þeirra.
Í gær ákvað hann að biðjast afsökunar, allt þetta fór fram á X.
„Mér þykir þetta leitt Jay-Z. Mér líður illa vegna færslunnar, en mér líður samt eins og ég hafi gefið bransanum mitt allt og ég hélt að sumir væru fjölskyldan mín, en þegar ég þurfti á fjölskyldu minni að halda þá […] stóð enginn með mér.“
Tæplega klukkustund seinna sneri hann aftur á X með mjög óviðeigandi spurningu til Jay-Z um kynlíf þeirra hjóna.
Kanye og Jay-Z gáfu saman út plötuna „Watch the Throne“ árið 2011, en leiðir þeirra skildu fyrir einhverjum árum, sem samstarfsfélagar og vinir.
Kanye hefur ekki átt sjö dagana sæla, enda hefur hann reglulega spúið alls konar hatri á samfélagsmiðlum. Eiginkona hans, Bianca Censori, hætti með honum vegna þess sem hann hefur látið út úr sér opinberlega, en hann virðist ekki ætla að hætta í bráð.