fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Hvetur fólk til að hreinsa af vinalistanum – Þetta er fólkið sem þú ættir að losa þig við

Fókus
Föstudaginn 11. apríl 2025 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, hvetur fólk til að endurhugsa vinalistann og hreinsa aðeins til á honum.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

Hún skrifar færslu á Facebook um vini og hverjir verðskulda þann sess í þínu lífi.

„Félagsleg tengsl geta nært okkur, en líka keyrt taugakerfið lóðrétt upp í himinhvolfið,“ segir hún.

„Stundum þarf að gera vorhreingerningu í félagsnetinu og skrúbba út fólk sem lætur kvíða og streitu grassera í taugakerfinu fyrir og eftir samneyti við þau.“

Hún tekur nokkur dæmi, eins og fólk sem við þurfum að setja upp grímu og getum ekki verið við sjálf. Fólk sem hefur aldrei samband að fyrra bragði, nema það vantar eitthvað frá okkur.

„Fólk sem er á sjálfshátíð þegar þið hittist. Gubbar yfir þig öllu sem þau hafa gert, séð, sagt. En ekki ein spurning um þína hagi. Fólk sem hlustar ekki. Fólk sem mergsýgur batteríið okkar,“ segir hún.

Eflaust tengja einhverjir við lýsingar Ragnhildar. Hún nefnir fleiri dæmi.

Eins og fólk sem reiðist þegar þú setur mörk. „Beita klækjabrögðum, þríhyrningum, samviskubitsvæðingu, fýlustjórnun. Fólk sem þvingar þig til að gera sér greiða með því að planta samviskubiti og sektarkennd gegnum tilfinningalegt ofbeldi.“

Færslan hefur slegið í gegn hjá netverjum og yfir 500 manns líkað við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“