Parhús við Dyngjugötu í Urriðaholtinu í Garðabæ er komið á sölu. Húsið hentar vel stórum fjölskyldum með möguleika á góðum leigutekjum af aukaíbúð á neðri jarðhæð.
Húsið er 330,5 fm parhús byggt árið 2019 og er á þremur hæðum með rúmgóðri aukaíbúð á neðri jarðhæð.
Eignin skiptist í:
Íbúð á 1. og 2. hæð: Stofu, borðstofu og eldhús í alrými, sjónvarpshol/fjölskyldurými, fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, fataherbergi, anddyri og innbyggður bílskúr.
Verönd með heitum potti og skjólveggjum, svalir á báðum hæðum.
Íbúð á neðri jarðhæð: Samliggjandi eldhús og stofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og geymsla.
Í húsi er Free@home hússtjórnarkerfi á öllum hæðum, með því er hægt að stjórna hita og ljósum á einstaklega auðveldan og notendavænan hátt. Myndavélakerfi er í húsinu og útsogskerfi, gólfhiti er á öllum hæðum.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.