Sydney var trúlofuð veitingmanninum Jonathan Davino, sem einnig er erfingi pizzaveldis. Þau höfðu verið saman frá 2018 og trúlofuð frá árinu 2022.
Það muna eflaust margir eftir kjaftasögunum í kringum Sydney og meðleikara hennar Glen Powell árið 2023. Þau fóru með aðalhlutverkin í rómantísku gamanmyndinni Anyone but you og vöktu myndir af þeim mikla athygli.
Aðdáendur tóku eftir því hvernig þau horfðu á hvort annað og virtust fljúga neistar á milli þeirra.
En þau enduðu með að viðurkenna að hafa tekið þátt í að kynda undir þetta til að selja myndina, en nú eru aðdáendur ekki svo vissir. Sérstaklega þar sem Sydney er hætt með Jonathan og mætti með Glen Powell í brúðkaup systur hans á dögunum.
Nú bíða aðdáendur spenntir hvort orðrómurinn rætist.