fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Fókus
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun þegar þeir mættu á starfsmannafund. Þar var nefnilega að finna kassa sem var fullur af bókum. Með bókunum var svo reikningur frá splúnkunýju útgáfufyrirtæki – Jesus publishing. Bækurnar báru nafnið: Krossfesti Kristurinn/Frásögn hans JK- Líf mitt eftir krossinn.

Að sögn tónleika- og kynningarstjóra Hallgrímskirkju, Sólborgar Björnsdóttur, vakti þetta undrun starfsfólks enda vissi enginn hvaðan þessi kassi kom og enginn kannaðist við að hafa pantað þessar bækur. Eftir miklar vangaveltur áttuðu starfsmenn sig á því hvaða dagur er í dag en í tilkynningu segir:

„Starfsmaður (sem er miðjubarn og á það til að vera með grín) hafði í laumi prentað út nýja kápu á íslensku og ensku og gefið heilum kasa af sálmabókum Hallgrímskirkju hana.“

Til gamans ákváðu starfsmenn að halda gríninu gangandi og settu inn frétt á vefsíðu kirkjunnar. Sólborg sendi meðfylgjandi myndir af hrekknum sem hún segist hafa tekið í miðju hláturskasti svo greinilega var aprílgabbið vel heppnað.

„Krossfesti Kristurinn Frásögn hans JK – Líf mitt eftir krossinn!

Fyrsta bók splunkuýs útgáfufélags Hallgrímskirkju, Jesus Publishing, er komin út.

Höfum við velt fyrir okkur lífi manns eftir dóm?
Höfum við velt fyrur ijjyr kæifi manns eitt sinn drepinn?
Höfum við velt fyrir okkur lífi manns sem kominn er aftur á kreik?
…Lífið sem slíkur maður lifir, eftir lífið!

„En nú hefur hann gefið, ei þó logið út um nefið. Ef frá yðar færð hann leyfið, þá lætur hann ei meira eftir beðið. Þá er hann tilbúinn að vera… JESÚS“

Hér birtist fyrsta útgáfa á þessari mikilvægu frásögn Jesú Krists sem geymir einlægar lýsingar á lífinu eftir dauðann!

Hægt er að nálgast bókina í Hallgrímskirkju á íslensku og ensku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir