Forvitnir vegfarendur á Laugavegi hafa í dag séð kunnuglegt andlit í sýningarglugga 66°Norður. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson, þekktur fyrir orkumikla sviðsframkomu, stendur grafkyrr sem lifandi gína í 99 mínútur í tilefni 99 ára afmælis 66°Norður.
@66northJón Jónsson verður lifandi gína á Laugaveginum í dag 🫢
Jón er einn af okkar þekktustu tónlistarmönnum í dag og auk þess að vera á kafi í tónlist lék hann knattspyrnu með FH í úrvalsdeildinni í nokkur ár. Hann hefur gert þrjár plötur, Wait for Fate, Heim og Lengi lifum við.
Jón hefur tekið þátt í sjónvarpsverkefnum, meðal annars var hann einn dómara í Ísland Got Talent og var með fjölskylduþátt á laugardögum sem hét Fjörskyldan, þar sem fjölskyldur kepptust við aðrar fjölskyldur. Árið 2023 stofnaði hann strákahljómsveitina vinsælu IceGuys sem hefur heldur betur slegið í gegn.
Á HönnunarMars verður 66°Norður með sérstaka sýningu, „99 ár – 867.815.464 klukkustundir“, á Listasafni Reykjavíkur dagana 3.–6. apríl.