fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Fókus
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 08:56

Myndin til hægri tengist fréttinni ekki beint (Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahússins er tölvunarfræðingurinn Gísli Guðmundsson.

Gísli sem einnig situr í stjórn Sálarrannsóknarfélagsins hefur áhugaverða sögu að segja hvað varðar andleg ferðalög og sýnir tengt UFO. Frá því að hann var drengur hefur hann haft aðgengi að veru eða innri rödd sem gefur honum leiðbeiningar um hvernig hann skuli haga lífi sínu. Svolítið svipað og skrifað var um í bókaflokknum  „Samræður við Guð“ sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki sagði Gísli einnig um að frá því hann var ungur hefur hann lent í því sem hann kallar sálnaflakk. Sálnaflakk segir Gísli vera er sálin í einföldu máli fari úr líkamanum og öðlist getu til að fara nánast hvert sem er, hvort sem sé um á aðra staði í hans nærumhverfi eða hreinlega flakki á milli sólkerfa og heimsæki aðra menningarheima eins og hann lýsti vel í viðtalinu.

Þetta hugtak sálnaflakk er alls ekkert nýtt af nálinni og í því samhengi fór Gísli yfir sögu Project Stargate sem var verkefni á vegum CIA hér á árum áður sem gerði næmum njósnurum kleift að fjarnjósna um óvini sína með góðum árangri. Þetta verkefni hefur verið staðfest að hafi verið til og skilað oft á tíðum góðum árangri í leit að stríðstækjum og tólum óvinarins.

Hvað með píramídana?

Talið barst að nýjum uppgötvunum sem tveir Ítalskir vísindamenn kynntu hér fyrir tveim vikum síðan í tengslum við píramídana í Giza. Þessir vísindamenn notuðu nýja tækni hljóðbylgjutækni sem beitt var úr gervihnöttum yfir píramídunum og sléttunni þar um kring. Þessar mælingar sýndu að undir píramídunum má sjá virki sem ná rúma tvo kílómetra undir yfirborðið sem meira að segja með nútíma tækni væri ógjörningur að útfæra. Þessar fréttir hafa verið véfengdar af mörgum þrátt fyrir að langflestir vísindamenn séu sammála um að niðurstöðurnar séu merkilegar og krefjist frekari rannsókna. Í þessu samhengi ræddu strákarnir um þann möguleika að píramídarnir hafi einfaldlega ekki verið byggðir af Egyptum heldur erfðir frá öðru samfélagi sem sögur segja að hafi eitt sinn ráðið ríkjum á jörðinni. Samfélag risa sem meðal annars er skrifað um í Mósesbók, ójarðneskar verur sem komu hingað frá öðrum hnöttum og með tímanum skapað manninn eins og við þekkjum hann í dag með genatískri uppfærslu.

Sá geimverur

Þrisvar sinnum hefur Gísli orðið vitni að fljúgandi furðuhlutum á himni og í tveimur af þessum skiptum hafi hann ekki verið einn. Þessir atburðir sem hann upplifði hafa vakið í honum mikinn áhuga á öllu sem tengist fljúgandi furðuhlutum og ójarðneskum verum og því samhengi hefur hann í sínu sálnaflakki beðið um að fara á staði handan jarðar þar sem siðmenning þrífst. Í viðtalinu lýsir hann því hvernig sál hans hafi verið tekin í heim sem líktist að einhverju leiti hefðbundinni stórborg þó svo að allt hafi verið stórkostlega framandi. Einnig bað hann eitt sinn um að sál hans yrði tekin til ójarðneskra vera nær jörðu og fékk hann að upplifa ferðalag sem leiddi hann í eitthvað sem líktist geimskipi þar sem verur sem líktust hefðbundum geimverum, gráum með stór höfuð og stór dökk augu hafi sýslað við stjórnborð flýgildisins.

Í lok viðtalsins talaði Gísli sannfæringu sína um mátt hverrar einustu manneskju hvað varðar framköllun á sínum eigin veruleika eftir ósk. Hann vill meina að hver einasta hugsun og tilfinning leitast eftir að verða eða raungerast og því ber okkur að varast hvernig við sjáum og upplifum heiminn. Hann segir að ef við óttumst heiminn og séum þjökuð af dökkri og neikvæðri heimsmynd sé það sem mun verða í lífi okkar. Hins vegar segir hann að ef við leyfum kærleikanum að verða að leiðandi afli í lífi okkar og að sjá að bakvið hvern einasta atburð sé falin lærdómur, þá muni okkur farnast vel.

Þetta magnaða viðtal má sjá á spilaranum hér fyrir neðan auk þess að einnig má nálgast alla þætti Þvottahússins á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn