fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Fókus
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 12:30

Áslaug Einars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Einars er ein þeirra sem hefur háð langvinna baráttu við fíknisjúkdóm og komist heil frá borði. Hún segir karlmenn og feður fá allt annan hljómgrunn og viðmót í samfélaginu þegar bata er náð.

Áslaug ræðir um málið í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Það er flók­in staða að vera kona með fíkni­sjúk­dóm, einkum og sér í lagi sé hún líka móðir. For­dóm­ar gagn­vart þeim grass­era ekki síst í kerf­um sem eiga að hlúa að þeim og börn­um þeirra. Ný­leg bresk rann­sókn sýn­ir að kon­ur með fíkni­vanda mæta miklu meiri hörku og for­dóm­um en karl­ar með sama vanda. Neysla þeirra mark­ast frek­ar af því að slökkva á sárs­auka sem fyr­ir er frem­ur en að skemmta sér. Þær eru oft­ar en ekki með brotna sjálfs­mynd og þjakaðar af áfall­a­streitu. Þær eru einmana, ör­vænt­ing­ar­full­ar og hjálp­ar­laus­ar og fá síður stuðning frá sín­um nán­ustu. Þeim er síður treyst og þær þurfa stöðugt að sanna sig þrátt fyr­ir staðfesta edrúmennsku,“ skrifar hún.

„Í barna­vernd­ar­kerf­um er þeim oft mætt með skiln­ings­leysi og dóm­hörku þrátt fyr­ir viðleitni þeirra til að sækja sér aðstoð við fíkni­vanda sín­um.“

„Þeim er ekki gefið tæki­færi“

Áslaug segist vita til þess að margar mæður hafa mætt fjandsamlegu og miskunnarlausu viðmóti í kerfinu.

„For­dóm­arn­ir fylgja þeim svo löngu eft­ir að þær hafa náð full­um bata og það get­ur þeim reynst þraut­in þyngri að fá eðli­lega um­gengni við börn sín þrátt fyr­ir lengri ed­rú­mennsku. Sum­ar þeirra sjá á eft­ir af­kvæmi sínu fyr­ir fullt og allt þrátt fyr­ir bót og betr­un. Ekk­ert barn ætti þó að búa við slíkt,“ segir hún og bætir við að það sé eðli­legt að fólk sé á varðbergi og að viðbrögðin lit­ist af tor­tryggni.

„En öðru máli gegn­ir um að svipta fólk mann­rétt­ind­um og ógilda það um ókomna tíð. Þetta veld­ur svo óaft­ur­kræf­um til­finn­inga­leg­um og fé­lags­leg­um skaða. Þeim er ekki gefið tæki­færi til að bæta ráð sitt held­ur eru þær dæmd­ar fyr­ir fram.“

Elska börnin sín ekkert minna

Áslaug segir að mæður með fíknivanda veigri sér jafnvel við því að leita sér aðstoðar vegna ótta um að missa frá sér börnin og velvild annarra.

„Skömm­in verður dýpri og felu­leik­ur­inn flókn­ari sem ýtir svo enn frek­ar und­ir meiri þörf til að deyfa sig og meiri neyslu. Þetta er víta­hring­ur sem viðheld­ur sér og erfitt að sjá leið út úr. Því má segja að viðhorfið gagn­vart þeim í sam­fé­lag­inu og nærum­hverfi sé jafn­vel skaðlegra en efn­in sem þær inn­byrða.“

Áslaug segir að mæður sem missa tökin á tilverunni vegna fíknisjúkdóms elska börnin sín ekkert minna en aðrar mæður.

„Fíkn­in drep­ur ekki móðurást­ina. Börn­in þjást mest vegna þeirra hrika­legu for­dóma, grimmd­ar og harðstjórn­ar sem mæður þeirra verða fyr­ir og þau sakna mæðra sinna og elska þær al­veg jafn mikið þótt þær séu með fíkni­sjúk­dóm.“

Öðruvísi fyrir karlmenn

„Karl­menn og feður fá allt ann­an hljóm­grunn og viðmót í sam­fé­lag­inu þegar bata er náð. Því ber vissu­lega að fagna að vel sé við þeim tekið en það þarf viðhorfs­breyt­ingu gagn­vart mæðrum með sama vanda og að gefa þeim færi á upp­reisn æru. Inn­koma móður­inn­ar í líf barns­ins á ný þarf að vera trygg og ör­ugg og henni ætti alltaf að fagna eft­ir að bata er náð,“ segir Áslaug.

„Þarna þarf barna­vernd­ar­kerfið að sker­ast í leik­inn og gefa mæðrum sem hafa al­gjör­lega snúið við blaðinu kost á því að eiga eðli­lega um­gengni við börn sín. Þetta er líka ákall um vit­und­ar­vakn­ingu um líðan fólks og úrræði til að tak­ast á við van­líðan. Þetta er ákall um miklu meiri þekk­ingu á upp­byggi­leg­um úrræðum og aðferðum til að tak­ast á við til­finn­inga­leg­an sárs­auka.“

Áslaug segir að við þurfum að vera vakandi fyrir því að ungt fólk, sérstaklega ungar stúlkur, byggi upp sterka sjálfs­mynd og eigi upp­byggi­legt sjálfstal.

„Þetta er líka ákall til þjóðar­inn­ar um að gefa þeim gaum sem eru þarna úti og lifa í þög­ulli ang­ist þar sem móður­hjart­anu blæðir og barna þeirra sem hafa verið svipt mæðrum sín­um,“ segir hún.

Áslaug gaf ný­verið út lag til­einkað dótt­ur sinni en einnig þeim mæðrum sem sakna barna sinna vegna fíkni­vanda og for­dóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Í gær

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn