fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fókus

Nálgunin sem breytti lífi Kristjönu – „Leyfðu þeim að gera það sem þau eru að gera“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 9. mars 2025 12:00

Kristjana Björk Barðdal. Mynd/Nína Sigrún

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það breytti lífi frumkvöðulsins Kristjönu Björk Barðdal þegar hún kynntist nýrri nálgun á lífið sem hefur vakið athygli um allan heim.

Kristjana er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún var að stofna nýtt fyrirtæki ásamt áhrifavaldinum og kírópraktornum Guðmundi Birki Pálmasyni, betur þekktum sem Gummi Kíró. Hún hefur verið umboðsmaður Gumma síðan í sumar og nú hafa þau opnað umboðsskrifstofu fyrir áhrifavalda, Atelier Agency.

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

„Það sem hefur gagnast mér hvað helst, sérstaklega þegar kemur að kvíða, er að skilja hvað það er sem ég get stjórnað sjálf og læra að finna hvernig ég hætti að pæla í hlutum sem skipta ekki máli,“ segir Kristjana og bætir við að það sé mjög einfalt að segja þetta, en annað að framkvæma.

„En ég fann loksins nálgun sem hentar mér og það er eitthvað sem kallast „Let Them Theory“ eftir Mel Robbins. Hún er með hlaðvarp og bók,“ segir Kristjana.

Bókin „The Let Them Theory“ kom út í desember 2024 og komst á metsölulista New York Times. Oprah sagði bókina „breyta leiknum.“ Mel Robbins hefur einnig rætt um nálgunina í hlaðvarpsþætti sínum sem má hlusta á hér að neðan.

„Þetta er allt það sama. Þú ert með æðruleysisbænina, bókina The Subtle Art of Not Giving a Fuck… Þetta er allt það sama sem hefur með það að gera að þú pælir bara í því sem þú getur gert, en ekki hvað aðrir gera. Og nálgunin sem Mel Robbins tekur er „let them.“ Leyfðu þeim að gera það sem þau eru að gera,“ segir Kristjana.

Maður verður að sleppa tökunum

„Við erum öll ólík og þurfum mismunandi hvatningu, og það sem virkaði fyrir mig, sem er smá skrýtið en virkar fyrir mig, er: Þú getur náð þessu markmiði því það er fullt af fólki sem heldur að þú getur það ekki,“ segir Kristjana.

Kristjana Björk Barðdal. Mynd/Nína Sigrún

„Það virkaði með „let them.“ Ég geri mitt og ef þau ætla að hafa einhverja skoðun… líka með samfélagsmiðlana, ef þú vilt verða áhrifavaldur þá verðurðu að þora að vera bara þú sjálf. Þú verður að þora að pósta því sem þú vilt pósta, því ef þú ert að ritskoða þig eða ofhugsa þá ertu ekki að pósta raunverulegu efni þannig fólk tengir ekki við þig. Þú verður að geta sleppt tökunum, það er ógeðslega erfitt. En maður þarf að finna hvernig maður getur trúað á sjálfan sig, maður þarf að vera með rosalegt sjálfstraust til að geta póstað á samfélagsmiðla því þú munt fá neikvæða endurgjöf,“ segir Kristjana.

„Þetta er frábært hlaðvarp sem hún er með, ég lifi fyrir þetta hlaðvarp og horfi mikið upp til hennar og ætla að tileinka mér alls konar í hlaðvarpi okkar Gumma, Tölum um.“

Hún ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Kristjönu á Instagram, TikTok eða LinkedIn. Hún heldur einnig úti vefsíðunni barddal.is.
Hlustaðu á hlaðvarpið Tölum um á Spotify og til að kynna þér Atelier Agency smelltu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring
Fókus
Fyrir 6 dögum

Elisa varar ferðamenn við Íslandi – Ráð hennar algjörlega hunsuð

Elisa varar ferðamenn við Íslandi – Ráð hennar algjörlega hunsuð
Hide picture