Fyrrverandi stjörnuhjónin eiga saman þrjú börn, Violet Anne, 19 ára, Seraphina Rose, 16 ára, og Samuel, 13 ára.
Leikarinn giftist söng- og leikkonunni Jennifer Lopez árið 2022 og sótti hún um skilnað tveimur árum síðar.
Á meðan J.Lo og Affleck voru saman gat leikarinn nánast ekki hitt sína fyrrverandi án þess að paparazzi ljósmyndarar voru mættir og skrifuðu erlendir fjölmiðlar um hversu kammó og vinaleg þau væru. Sumir bentu á að þau væru bara góðir vinir og að börnin væru í forgangi.
Sjá einnig: Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer
En nú er sá orðrómur á kreiki að það sé að breytast eftir að nýjar myndir af þeim fóru á dreifingu.
Affleck og Garner voru mynduð á meðan þau voru í paintball með krökkunum og mátti sjá leikarann halda frekar innilega um sína fyrrverandi.
Ben Affleck affectionately holds ex-wife Jennifer Garner during paintball outing https://t.co/EcggQpGlgD pic.twitter.com/k4PuWG0QLy
— Page Six (@PageSix) March 4, 2025
Í kjölfarið fór slúðurmyllan á fullt og spurðu margir: „Eru þau að taka saman á ný?“
En samkvæmt heimildarmanni Page Six þá hefur Garner engan áhuga á því.
Garner hefur verið með athafnamanninum John Miller síðan árið 2018 og er hamingjusöm í því sambandi.
Page Six greinir hins vegar frá því að Affleck hafi áhuga á því að endurvekja ástarsamband þeirra. „Hann veit samt að það er ekki raunsætt,“ sagði heimildarmaðurinn.