Vetrarheimsleikar Special Olympics fara fram fjórða hvert ár. Nú er komið að næstu heimsleikum sem fara fram í Torino, Ítalíu 8. – 15. mars 2025. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi senda fimm keppendur til þátttöku í þremur greinum, listhlaupi á skautum, dansi og alpagreinum. Ísland hefur átt keppendur í listhlaupi á skautum frá leikunum 2005 en þetta verður í fyrsta skipti sem Ísland á keppendur í dansi og á skíðum. Kvóti Íslands á gönguskíðum verður nýttur af keppendum frá Grænlandi og þetta verður í fyrsta skipti sem Grænland á fulltrúa á heimsleikum Special Olympics.
Opnunarhátíð verður 8. mars í Torino og þá taka við æfinga og keppnisdagar. Áður en formleg keppni hefst er farið í gegnum ákveðið ferli þar sem raðað er í keppnisflokka út frá styrkleikastigi. Allir keppa því við jafningja, jafnt byrjendur sem lengra komnir og það einkennir leika Special Olympics. Lokahátíð fer fram 15. mars í Torino og Sestriere. Skautagreinar verða í Torino, dans og snjóbrettakeppni í Bardonecchia, alpagreinar og snjóþrúguhlaup í Sestriere og skíðaganga í Pragelato. Keppendur gista þar sem keppni fer fram og íslenski hópurinn dreifist því á þrjá keppnisstaði.
Listhlaup á skautum
Bjarki Rúnar Steinarsson og Védís Harðardóttir skautadeild Aspar
Þjálfarar; Hanna Rún Ragnarsdóttir og Andri Magnússon
Unified dans
Þórdís Erlingsdóttir og Ingólfur Bjartur Magnússon dansfélaginu Hvönn
Þjálfarar; Tinna Karen Guðbjartsdóttir og Hjördís Hjörleifsdóttir
Skíði
Victoria Ósk Guðmundsdóttir
Þjálfarar; Lilja Sólrún Guðmundsdóttir og Elsa Björk Skúladóttir
Fararstjórar; Karen Ásta Friðjónsdóttir og Helga Olsen
Læknir; Kristín Pálsdóttir
Smelltu hér til að sjá glæsilegr kynningarmyndband um leikana