fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Fókus

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta

Fókus
Miðvikudaginn 5. mars 2025 09:33

Ragga Nagli veit hvað hún syngur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir fólk hafa allt of mikinn áhuga á því hvað aðrir eru að borða en það komi engum við hvað þú lætur ofan í þig. Hún segir matarsmánun koma í ýmsum myndum. Hún útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

„Mannskepnan hefur pervertískan áhuga á matarvenjum náungans. Því öll eigum við það sameiginlegt að borða. Mörg finna sig knúin til að tjá sig um hvað, hversu mikið og hvenær fóður ratar á disk náungans,“ segir Ragnhildur og tekur dæmi:

„Er allt þetta bara fyrir þig?

Ætlarðu ekki að borða núna?

Ertu ekki nýbúinn að borða?

Ætlarðu ekki að fá þér meira?

Þú hlýtur nú að geta leyft þér smá.

Ætlarðu bara að borða salat?

Vá… hvað þú ætlar að borða mikið.

Máttu ekki borða svona?“

Ragga Nagli
Mynd: Hanna

Enginn er að biðja um þetta

Ragnhildur segir að allar þessar spurningar geti orðið þess valdandi að fólk verði feimið við að borða fyrir framan aðra, því þyki spurningarnar óþægilegar og athyglin vandræðaleg.

„Yfirleitt er engin eftirspurn eftir þessu áliti. Yfirleitt byggja þessar skoðanir ekki á rökstuddum grunni. Því til að geta tjáð sig um mataræði þurfa allskyns forsendur að vera á tandurhreinu,“ segir hún og heldur áfram:

„Er viðkomandi að byggja upp vöðva eða grenna sig?

Hvenær borðaði hann síðast?

Hversu mikið borðaði hann þá?

Hversu stórar eru aðrar máltíðir dagsins?

Hversu margar eru þær?

Hvernig hreyfði viðkomandi skankana í dag?

Hversu epískt er hungrið?

Eru klámfengnar langanir í ákveðin matvæli sterkar?“

Ragga Nagli.

Fólk má vera fúlt

Ragnhildur segir að þegar kemur að matnum á disknum okkar þá þurfum aldrei að biðjast afsökunar, fara undan í flæmingi eða réttlæta eða útskýra.

„Aldrei láta athugasemdir leiða til að við breytum hegðun til að þóknast náunganum. Það er meðvirkni í öllu sínu veldi,“ segir hún.

„Ef einhver er pirraður, fúll, frústreraður yfir að þú veljir salat en ekki börger, borðir kúfaðan disk af frönskum eða pantir bara sódavatn, eru hans athugasemdir ekki réttlætanlegar nema að hafa alla þekkingu og vitneskju og bakgrunn á 100 prósent kristaltæru.

Hvernig, hversu mikið, og hvenær þú borðar kemur engum við.“

Við vitum það helsta

Ragnhildur segir að mataræði sé einstaklingsbundið atriði.

„Auðvitað erum við sammála um ákveðin atriði sem allir eiga að halda í heiðri.

Gúlla vel af græmmó (5-6 skammtar á dag).

Muna eftir ávöxtunum (2-3 skammtar á dag).

Nægilegt magn prótíns fyrir vöðvabyggingu (1-1.5g per kg líkamsþyngd)

Slurka lífselixírinn vatn (2-3 ltr á dag)

En þar stoppar hið almenna og hið einstaka treður sér inn.“

Engin geimvísindi

Ragnhildur segir að það séu engin geimvísindi hvað sé hollt og hvað ekki.

„Það sem er hins vegar jafn flókið og að kljúfa atom er að finna hvað virkar fyrir þig,“ segir hún og útskýrir nánar í pistlinum sem má lesa hér að neðan.

Ragga Nagli. Mynd/Helgi Ómars

„Það er móðgandi ofureinföldun að segja: „Borðaðu bara eins og passar fyrir þig.“ Flestir hafa ekki hugmynd hvernig það lítur út í praksís. En það sem er alveg á tandurhreinu, beint af þvottasnúrunni er að hvað og hversu mikið aðrir gúlla í sínum snæðingum kemur þér ekkert við. Það er heldur engin eftirspurn eftir áliti annarra hvað eða hversu mikið þú borðar. Það er algjör tímasóun að troða þér í mataræði einhvers annars,“ segir Ragnhildur.

„Það sem er betri nýting á þínum dýrmæta tíma þinn er að pæla hvernig hungur og sedda lýsir sér í þínum líkama, fylgjast með gleðinni í sálinni fyrir og eftir máltíð og velta fyrir þér eigin löngunum.

Það er æfing í núvitund sem er gagnlegasta verkfærið fyrir lífstíð, og heldur okkur á tánum með forvitni og árvekni fyrir nýjum lærdóm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Þetta er eitt stærsta mál samfélagsins og eitthvað sem við verðum að vinna saman”

„Þetta er eitt stærsta mál samfélagsins og eitthvað sem við verðum að vinna saman”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon
Fókus
Fyrir 2 dögum

Köttur Þórunnar Antoníu fórst í slysi: „Hjörtu okkar eru brotin“

Köttur Þórunnar Antoníu fórst í slysi: „Hjörtu okkar eru brotin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Opinbera neyðarlínusímtalið þegar Gene Hackman og Betsy Arakawa fundust látin

Opinbera neyðarlínusímtalið þegar Gene Hackman og Betsy Arakawa fundust látin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif