fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fókus

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. mars 2025 08:30

Ellý Ármannsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir væntanlegt símabann í grunnskólum landsins.

Ellý var gestur í áramótaþætti Fókuss, spjallþætti DV, þar sem hún spáði fyrir þekktum einstaklingum og svaraði nokkrum spurningum um árið 2025. Síðasta spá hennar í þættinum sneri að símanotkun ungmenna.

„Skólarnir verða gerðir símalausir. Það er ótrúlega fallegt að sjá hvernig allir taka höndum saman, þetta er ekki bara einn og einn skóli,“ sagði Ellý í lok desember 2024.

„Það er verið að hlúa að komandi kynslóðum og þar byrjum við á því að sleppa símum þar sem börnin okkar koma saman […] Gaman að sjá þetta. Og við erum svo einstök, þessi þjóð, að þegar við tökum höndum saman þá erum við eins og eldgos.“

Ellý sagði að það stæði kona á bak við áformin, en hún sá ekki hver. Hana grunaði kannski Höllu Tómasdóttur forseta. En það er barna- og menntamálaráðherra Ásthildur Lóa Þórsdóttir sem ætlar að ríða á vaðið og hefur verið að undirbúa frumvarp um símabann í grunnskólum landsins. Hún setur stefnuna á að skólarnir verði símalausir frá og með næsta hausti.

Sjáðu Ellý spá fyrir þessu í desember í fyrra í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Þetta er eitt stærsta mál samfélagsins og eitthvað sem við verðum að vinna saman”

„Þetta er eitt stærsta mál samfélagsins og eitthvað sem við verðum að vinna saman”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon
Fókus
Fyrir 2 dögum

Köttur Þórunnar Antoníu fórst í slysi: „Hjörtu okkar eru brotin“

Köttur Þórunnar Antoníu fórst í slysi: „Hjörtu okkar eru brotin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Opinbera neyðarlínusímtalið þegar Gene Hackman og Betsy Arakawa fundust látin

Opinbera neyðarlínusímtalið þegar Gene Hackman og Betsy Arakawa fundust látin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif
Hide picture