fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Móðir fann fyrir óhug þegar hún horfði á vinsælu þáttaröðina – Sonur hennar hafði dottið ofan í sömu holuna

Fókus
Mánudaginn 31. mars 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Adolescence á Netflix hafa vakið mikla athygli sem og umræðu um skaðlega karlmennsku og hugmyndafræði sem er kennd við rauða pillu. Þættirnir segja frá 13 ára dreng sem er handtekinn fyrir morð. Þáttunum er ætlað að vekja athygli á ógnvekjandi þróun í heiminum þar sem ofbeldi er að aukast meðal ungmenna sem gjarnan á rætur að rekja í öfgafulla hugmyndafræði sem drengir kynnast á samfélagsmiðlum.

Móðir nokkur hefur í tilefni þáttanna opnað sig um sína eigin reynslu, en sonur hennar varð fyrir barðinu á hugmyndafræði rauðu pillunnar. Móðurinni, Rachel Parker, tókst þó að grípa inn í þessa þróun og koma syni sínum upp úr holunni sem hann var farinn að grafa sig ofan í.

Hún segist fyrst hafa fengið áhyggjur af syni sínum fyrir fjórum árum, þegar hann var 11 ára gamall, þegar hún heyrði hann endurtaka setningar sem hann hafði ekki heyrt heima hjá sér. Hann sagði meðal annars að konur væru bara sjálfselskar, gráðugar og velja sér maka eftir því hversu ríkur hann er. Eins sagðist 11 ára drengurinn vera kominn með nóg af því að konur væru að kenna karlmönnum um allt.

„Það er undarlegt að heyra svona frá 11 ára dreng svo ég spurði hann hvar hann heyrði þetta. Hann sagðist hafa séð einhverja menn tala á þessa leið á netinu. Hann hafði horft á venjuleg myndbönd af fólki sem var að spila tölvuleiki og þá bara skyndilega poppaði upp svona myndband. Úr því að hann horfði á eitt þá kom annað, hann lækaði það og þá komu enn fleiri.“

Drengurinn var þarna 11 ára gamall að útskýra fyrir móður sinni að konum skorti sjálfsvirðingu og væru flestar að bera sig á OnlyFans. Drengurinn vissi ekki einu sinni hvað OnlyFans er en hann sá karlmenn á samfélagsmiðlum segja þetta og fór gagnrýnislaust að apa þetta eftir þeim. Rachel segist hafa fengið áfall. Sonur hennar er alinn upp af sterkum konum. Hann í nánu sambandi við systur sínar, móður og ömmu. Móðir hans hafði eins alið hann upp meðvitaðan um femínísk álitamál og hvernig feðraveldið virkar. Á sama tíma gætti hún þess að reyna ekki að kæfa hans eigin persónu. Því hafi hann ekki haft nokkurt tilefni til að leita í samfélag skaðlegrar karlmennsku.

„Hann þurfti í raun að afneita eigin upplifun því hann er alinn upp af konum. Faðir hans er ekki til staðar svo það voru bara ég og fjölskylda mín sem höfum alið hann upp.“

Skyndilega sneri drengurinn baki við móður sinni og uppeldi hennar og Rachel fannst það sárt. Hún vissi að það þýddi ekkert að hundsa þessa þróun heldur þyrfti inngrip. Það var ekki auðvelt en þó það mikilvægasta sem hún hefur gert fyrir son sinn. Hún útskýrði fyrir syni sínum að ef hann er ekki sjálfur sekur um þá hluti sem konur eru að gagnrýna í fari karla þá þurfi hann ekkert að taka gagnrýnina til sín.

Þessi samtöl hennar við soninn báru árangur og í dag fær sonur hennar kjánahroll þegar hann sér myndbönd á borð við þau sem hann horfði áður á með áhuga. Þegar Rachel sá Adolescence fann hún fyrir óhug. Hún veltir nú fyrir sér hversu langt þessi þróun á eftir að ganga og hversu langt hún hefur þegar gengið.

@rchlprkr Replying to @littlepoolo #parenting #depilling ♬ original sound – ✨IAmRchlPrkr✨

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!