fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Tónlistarmaðurinn sem er ríkari en Beyonce og Bono en fáir vita hver er

Fókus
Sunnudaginn 30. mars 2025 20:30

Herb Alpert árið 1975. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er ríkari en Beyonce, Bono og Bob Dylan og hefur unnið öll þau verðlaun sem fyrirfinnast í bransanum, frá Grammy-verðlaunum til Tony-verðlauna. En það eru líkur á því að þú hafir aldrei heyrt um hann.“

Svona hefst frásögn á vef Mail Online í vikunni um tónlistarmanninn og þúsundþjalasmiðinn Herb Alpert sem, þrátt fyrir að vera orðinn 89 ára, er enn í fullu fjöri.

Herb þessi er fyrst og fremst þekktur sem frábær trompetleikari og lagahöfundur en hann öðlaðist heimsfrægð með hljómsveit sinni, Herb Alpert & the Tijuana Brass á sjöunda áratug síðustu aldar.

Segja má að fingraför Herbs séu víða í bandarískum tónlistariðnaði en hann stofnaði tónlistarútgáfufyrirtækið A&M Records árið 1962 ásamt félaga sínum, Jerry Moss.

Fyrirtækið hefur haft þúsundir tónlistarmanna á sínum snærum, þar á meðal marga fræga eins og Burt Bacharach, Cat Stevens, Joe Cocker, Sting og Janet Jackson svo fáir séu nefndir. Þeir seldu svo fyrirtækið árið 1989 og fengu fleiri milljarða í sinn hlut.

En Alpert er fyrst og fremst tónlistarmaður eins og ferill hans er til vitnis um. Hann hefur gefið út 50 plötur, þar af hafa fjórtán orðið platínuplötur og 15 gullplötur. Og plötur hans í gegnum árin hafa selst í bílförmum, alls 72 milljónum eintaka.

Honum er fleira til lista lagt en tónlistin því Alpert er einnig fyrirtaks listamaður, bæði á sviði höggmynda og myndlistar.

Í gegnum árin hefur Alpert látið mikið fé af hendi rakna til góðgerðarmála, einkum menntamála sem hafa verið honum hugleikinn. Hann og eiginkona hans, Lani Hall, gáfu til dæmis University of California 30 milljónir dollara árið 2007.

Herb á þrjú börn; Dore 64 ára, Eden 58 ára og Aria 48 ára.

Herb Alpert er enn í fullu fjöri. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!
Fókus
Fyrir 6 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt