Svona hefst frásögn á vef Mail Online í vikunni um tónlistarmanninn og þúsundþjalasmiðinn Herb Alpert sem, þrátt fyrir að vera orðinn 89 ára, er enn í fullu fjöri.
Herb þessi er fyrst og fremst þekktur sem frábær trompetleikari og lagahöfundur en hann öðlaðist heimsfrægð með hljómsveit sinni, Herb Alpert & the Tijuana Brass á sjöunda áratug síðustu aldar.
Segja má að fingraför Herbs séu víða í bandarískum tónlistariðnaði en hann stofnaði tónlistarútgáfufyrirtækið A&M Records árið 1962 ásamt félaga sínum, Jerry Moss.
Fyrirtækið hefur haft þúsundir tónlistarmanna á sínum snærum, þar á meðal marga fræga eins og Burt Bacharach, Cat Stevens, Joe Cocker, Sting og Janet Jackson svo fáir séu nefndir. Þeir seldu svo fyrirtækið árið 1989 og fengu fleiri milljarða í sinn hlut.
En Alpert er fyrst og fremst tónlistarmaður eins og ferill hans er til vitnis um. Hann hefur gefið út 50 plötur, þar af hafa fjórtán orðið platínuplötur og 15 gullplötur. Og plötur hans í gegnum árin hafa selst í bílförmum, alls 72 milljónum eintaka.
Honum er fleira til lista lagt en tónlistin því Alpert er einnig fyrirtaks listamaður, bæði á sviði höggmynda og myndlistar.
Í gegnum árin hefur Alpert látið mikið fé af hendi rakna til góðgerðarmála, einkum menntamála sem hafa verið honum hugleikinn. Hann og eiginkona hans, Lani Hall, gáfu til dæmis University of California 30 milljónir dollara árið 2007.
Herb á þrjú börn; Dore 64 ára, Eden 58 ára og Aria 48 ára.