fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 13:35

Sveinn og Ósk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón­in Ósk Norðfjörð Þrast­ar­dótt­ir og Sveinn Elías Elías­son hafa sett bifreið sína, BMW I8 ACS8, á sölu. Bifreiðin er ótrúleg glæsikerra og ein af fáum slíkum í heiminum samkvæmt lýsingu á henni í Facebook-hópnum Bílar til sölu. Staðgreidd fæst bifreiðin á 15 milljónir króna.

Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.

Það er ekki eina breytingin hjá hjónunum því einbýlishús sem þau búa í í Fjóluási í Hafnarfirði er einnig komið á sölu, líkt og Smartland greindi frá.

Húsið er 300 fm byggt árið 2008. Eigandi þess er félagið Grace ehf. sem sér­hæf­ir sig í út­leigu á hús­næði. Eig­end­ur fé­lags­ins eru Ingi­björg Soffía Sveins­dótt­ir og Bald­ur Jó­hann Bald­urs­son. Þau greiddu 149 milljónir fyrir húsið í maí 2023. Verð á því núna er á 214.900.000 króna.

Húsið skiptist í hjónaherbergi með fataherbergi, fjögur rúmgóð barnaherbergi og fallegt baðherbergi með sturtu og frístandandi baðkari, þvottahús, stofu, skrifstofu, borðstofu og eldhús í opnu alrými, anddyri, gestasalerni og innbyggðan bílskúr. Verönd með skjólveggjum þar sem gert er ráð fyrir heitum potti, svalir frá borðstofu. Auka íbúð með sér inngangi á neðri hæð með tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og samliggjandi eldhúsi og stofu.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Bílnum er svo lýst:

Til sölu BMW I8 ACS8 – Offical AC  Schnitzer Demo Show Car – einn af fáu í heiminum – Hybrid Supercar – AWD – 500hp – 3.8sek í 100kmh – 11.8sec 1/4 mile – Ekinn 49.xxxkm

Skoða öll skipti á Dýrari og Ódýrari

BMW I8 ACS8 – Original Demo Bíllinn frá AC Shnitzer notaður í auglýsingar og shows – Einn af fáu í heiminum og líklega eini til sölu í þessum töluðu orðum

Árgerð: 2015 (framleiddur 09/14) (Fluttur inn 2018 til Ísland þá keyrður 16.xxxkm – Keyptur beint af AC Shnitzer í Þýskalandi)

Akstur: 49 þúsund km (Skipt um tímakeðju í 43 þúsund km)

Drifbúnaður: AWD

Vél: 1.5L Turbo + Rafmagn 98kwh

Afl: +- 500hp (Orginal 362whp (450hp) er mappaður uppí 500hp

Litur: Ionic Silver (kom til landsins var Filmaður Inferno Red chrome matt úti en var tekin af fyrir 2 mánuðum

1.485kg (Carbon Fiber skél)

Evrópubíll

Drægni á Rafmagni frá Framleiðanda: 35km – 7.1 kwh batterý

Harman/Kardon Hljóðkerfi

360 gráðu bakkmyndavél

Head Up Display mælaborð í frammrúðu

Umferðaskiptamerkingar

Fjarlægðarskynjarar allann hringinn

Rafdrivin frammsæti

4 Sæta

Isofix

Hiti í frammsætum

Laser Lights

Svartur Toppur

two tone leðursæti

Árekstrarvörn ofl

Carbon fiber Stýri með Alcantara gripi

Stærri Skjár með Apple carplay

AC Shnitzer Pakki inniheldur meðal annars:

21” Forged staggered Felgur – 4.4kg léttari en 20” oem felgurnar – Michelin Pilot Cup 4 sumardekk og Hankook Heilsársdekk

AC Lækkunargormar

AC Spoiler

AC Defuser

AC Front lip

AC Front Side splitters

AC Front side scoops

AC hood scoop with splitter

AC Back fender scoops

AC Side skirt lips

AC Floor mats

AC Radio Knob

AC door carbon

0-100kmh = 3.8sec

1/4 Kvartmíla = 11.8sec ö

Nývirði Á Bílnum er um 43.000.000kr með hybrid tollaflokki. (Væri 52.000.000kr ef hann væri bara bensín

Líklega eini ACS8 til sölu í heiminum í dag. Sá einn til sölu í Þýskalandi fyrir nokkrum mánuðum til sölu ekinn 50 þúsund km á 110.000 evrur =sem væri um 21.000.000kr kominn heim í dag..

Skipti Verð: 16.990.000kr

Öll skipti skoðuð

Staðgreitt: 14.990.000kr

Hafið samband í síma 776-1113

Svenni

Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!
Fókus
Fyrir 6 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt