fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 09:00

Katrín Björk Birgisdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Björk Birgisdóttir, naglafræðingur, er sérlegur áhugamaður um sparnað og heldur úti YouTube-rás undir nafninu Kate Wiium þar sem má finna alls konar myndbönd um sparnað, vikuinnkaup, matseðla, minimalisma og fleira í þeim dúr.

Katrín er með 125 þúsund fylgjendur á miðlinum og hefur eitt myndband hennar fengið yfir 59 milljónir áhorfa.

Hún segir frá því og hversu mikið hún hefur fengið í vasann frá þessu verkefni í Fókus, spjallþætti DV. Katrín var gestur í síðustu viku og má sjá brot úr þættinum hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Katrín hafði ekki hugmynd um að eitt myndbanda hennar var að vekja svona mikla athygli.

„Ég var alltaf að setja inn meðgöngumyndbönd, ég var bara on of off að pósta. Það liðu örugglega einhver ár á milli, svo byrjaði égí þessu sparnaðardæmi og decluttering myndböndum og þá fór þetta allt yfir á það, minimalisma og svona,“ segir hún og bætir við að það séu um þrjú ár síðan hún fór að búa til matarsparnaðarefni.

„Svo líður tíminn og ég var ótrúlega upptekin, ekkert mikið að deila. Svo tóku kollegar mannsins míns eftir einu, við vorum að vinna hlið við hlið, þeir komu inn í naglastúdíó til mín og spurðu: „Vissir þú að þú ert með 50 milljónir áhorfa á eitt myndband?“ Ég bara: Nei, þeir eru eitthvað að bulla.“

En það reyndist rétt hjá þeim. Gamalt myndband af henni athuga hjartsláttinn hjá yngri syni sínum, sem þá var aðeins átta vikna fóstur, hafði orðið „viral“.

Katrín Björk Birgisdóttir.

Þeir hvöttu hana til að skrá sig sem „partner“ á YouTube svo hún fengi greitt fyrir þetta og hún sagði að það væri bara hægt ef þú værir með ákveðinn fjölda fylgjenda.

„Þeir bentu mér þá á að ég væri komin með hundrað þúsund fylgjendur, ég hélt að ég væri með þúsund,“ segir hún.

Vinsæla myndbandið má sjá hér að neðan.

Það er hægt að græða á YouTube ef þú ert partner en þar sem Katrín missti af fyrstu 50 milljón áhorfunum þá missti hún líka af tekjunum fyrir það.

„Ég býst alveg við að ég hafi misst af milljón í tekjur,“ segir Katrín og bætir við að hún hafi reynt að reikna þetta út fyrir einhverju síðan.

Eftir að hún skráði sig sem partner hefur hún fengið yfir hundrað þúsund krónur frá YouTube, en þá mestmegnis frá þessu eina myndbandi og segist hún lítið græða af myndböndunum sem hún gerir í dag.

Horfðu á myndbönd Katrínar á YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Hide picture