fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 17:30

Regína Ósk og Svenni Þór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin og tónlistarfólkið Regína Ósk Óskarsdóttir og Sigursveinn Þór Árnason kynntust fyrir 19 árum á tónleikum á Akureyri, nánar tiltekið 1. Apríl árið 2006. Svenni Þór er fæddur og uppalinn á Akureyri, en Regína Ósk var stödd þar til að kynna fyrstu sólóplötuna sína sem kom út árinu áður.

„Ég sá hana fyrst í sjónvarpinu í tónlistarmyndbandi og heillaðist strax. Var á leið út en þegar ég sá hana varð ég að klára myndbandið til að sjá hvað hún héti,“ segir Svenni Þór. 

„Við hittumst svo í Sjallanum á Egó tónleikum 1. apríl 2006 þar sem hann kom til mín og vildi tala aðeins við mig og ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti,“ segir Regína Ósk. „Þegar ég fór heim til Reykjavíkur gat ég ekki hætt að hugsa um hann og hann um mig.“

Bónorð ári síðar

Hlutirnir þróuðust hratt. Svenni Þór flutti til Reykjavíkur til Regínu Óskar sem átti eigin íbúð sem hún bjó í með dóttur sinni. Bónorðið kom svo á Akureyri ári eftir fyrstu kynni á tómantísku kvöldi.

„Svenni Þór var búinn að vera svakalega skrýtinn allt kvöldið, með litla matarlyst og var eftir á að hyggja að deyja úr stressi.“

Parið gifti sig í ágúst 2008, og eiga þau samtals þrjú börn, Regína Ósk áttu dóttur fyrir og saman eiga þau tvö börn.

Aðspurð segir Regína Ósk margt sameina þau.

„Við erum lík á ýmsum sviðum og finnst gaman að gera margt saman, .tónlistin, matur, ræktin, ferðalög og fleira. Við erum gríðarlega ólík á sumum sviðum en bætum hvort annað upp.“

Hún segir þau dugleg að rækta sambandið tvö ein og dugleg að fara á tónleika, í leikhús, út að borða, eða ferðast erlendis.

„Okkur finnst rosalega mikilvægt að eiga sameiginleg áhugamál og líka að eiga áhugamál með vinunum. Þó við séum mikið saman, þá er nauðsynlegt að hann fari með vinum sínum í veiði, golf og svo framvegis. Og ég með mínum í göngu og eitthvað annað skemmtilegt. Sambandið breytist líka þegar börnin verða eldri.“

Þeir sem hafa verið eða eru í langtímasambandi vita að það er ekki alltaf gaman. Aðspurð um hvað þau geri þegar kemur brekka í sambandinu og áskoranir banka upp á segir Regína Ósk:

„Tala saman, fara í ræktina, út að ganga með hundinn og til dæmis að gera plötu saman. Við hjónin vorum semsagt að gefa út plötu saman í fyrsta sinn. Platan segir sögu okkar sem hófst fyrir 20 árum þegar við sáumst fyrst á Glerártorgi þar sem ég var að syngja og kynna fyrstu sólóplötuna mína. Fyrsta lag plötunnar heitir heitir einmitt Ég sá þig og svo raðast lögin eins og sagan okkar.“

  1. Ég sá þig. Lag: Ragnheiður Gröndal. Texti: Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk
  2. Dreymir.  Lag og texti: Hreimur Örn
  3. Óvænt ferðalag. Lag: Vignir Snær. Texti: Einar Lövdahl
  4. Hjá þér. Lag: Guðmundur Jóns. Texti: Friðrik Sturluson
  5. Ég fann þig. Lag: Amerískt þjóðlag. Texti: Jón Sigurðsson
  6. Ekki ein á ferð. Lag og texti: Regína Ósk
  7. Ást. Lag: Magnús Þór Sigmundsson. Texti: Sigurður Nordal
  8. Hjón. Lag: Svenni Þór. Texti Aníta Daðadóttir (dóttir Regínu Óskar)

Hjónin koma jafnframt oft fram saman, eru að veislustýra saman og fleira.

Hjónin við veislustjórn
Hjónin við veislustjórn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum
Fókus
Í gær

Tónlistarmaðurinn sem er ríkari en Beyonce og Bono en fáir vita hver er

Tónlistarmaðurinn sem er ríkari en Beyonce og Bono en fáir vita hver er
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur
Fókus
Fyrir 6 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars