Markaðsstofan MARS fagnaði stórum tímamótum í gær – opnun á nýrri og glæsilegri skrifstofu sem endurspeglar vaxandi starfsemi og kraftinn sem býr í teyminu sem þar starfar. Í tilefni opnunarinnar var haldið skemmtilegt partý þar sem yfir 150 viðskiptavinir, samstarfsaðilar og vinir komu saman til að fagna.
Við sama tækifæri var ný heimasíða sett í loftið – www.marsmedia.is – þar sem meðal annars má finna upplýsingar um fyrirtækið, þjónustuna og teymið.
Framkvæmdastjóri MARS, Ingvi Einar Ingason segist vera hæstánægður með að vera kominn á Bæjarhraunið í Hafnarfirði. MARS er fjölskyldurekið fyrirtækið og var upphaflega stofnað í Danmörku en flutti starfsemi sína alfarið til Íslands árið 2021. MARS hefur frá þeim tíma þjónustað fjölbreyttan hóp fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum og veitt öfluga markaðsþjónustu sem skilar árangri.
Fyrirtækið byggir á sterkum grunngildum, þar sem persónuleg, fagleg og framúrskarandi þjónusta er í forgrunni.
,,Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum og leggjum áherslu á að nálgast hvert verkefni af alúð og metnaði. Við bjóðum upp á öfluga markaðsþjónustu sem skilar árangri”.
Hann segir að það megi bæði vera gaman og gefandi að vinna í markaðsmálum, ,,Við leggjum okkur fram við að skapa jákvæða upplifun fyrir alla sem starfa með okkur”.
Á bak við MARS stendur samhent teymi fagfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu í markaðsmálum, hönnun, auglýsingagerð og stafrænum lausnum. Teymið vinnur náið saman og nýtir styrkleika hvers og eins til að skapa lausnir sem skila árangri.