fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Fókus
Fimmtudaginn 27. mars 2025 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Phil McGraw hefur sett fram þá kenningu sína að fjögur börn Kim Kardashian og Kanye West muni enda í kerfinu sem fósturbörn.

Fyrrum spjallþáttastjórnandinn varaði við því í nýju viðtali að Kardashian geti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda ef hún fer ekki í mál við barnsföður sinn og fyrrum eiginmann.

„Ef þú þarft neyðarinngrip, þá færðu neyðarinngrip,“ sagði hann í hlaðvarpi TMZ „2 Angry Men“ á miðvikudag. „Það sem við viljum ekki er að þessi börn fari í fóstur vegna þess að það kerfi er bilað.“

Dr. Phil vísaði á bug þeirri fullyrðingu að samfélagslega staða milljarðamæringa myndi vernda börn þeirra, North, 11 ára, Saint, níu ára, Chicago, sjö ára og Psalm, fimm ára, fyrir slíkum aðstæðum.

„Ef þú hugsar: „Jæja, með svona mikla peninga, munu þau ekki lenda í fóstri,“ þá er það rangt,“ sagði hann.

„Ef barnavernd (e. Department of Children and Families) kemur inn í máli og telur að annað foreldrið sé ekki að bregðast við þegar hitt foreldrið bregst skyldum sínum, þá mun barnavernd grípa til aðgerða.  Líklegra yrði að börnin yrðu send í fóstur til vandamanna frekar en ókunnugra, en þú vilt ekki að þessi börn séu vanrækt.“

Hjónin með börnin þegar allt lék í lyndi.

Hjónin fyrrverandi hófu samband sitt árið 2012, giftu sig 2014 og skildu árið 2022. Samþykktu þau sameiginlegt og lagalegt forræði yfir börnunum. Miðlar vestanhafs hafa greint frá að Kardashian íhugi að sækja um breytingu á forræðinu eftir að dóttir þeirra, North, kom fram í nýju lagi West ásamt Sean „Diddy“ Combs og syni hans. Samþykki Kardashian ekki þátttöku dótturinnar.

 

Nýlega batt hún einnig enda á heimsókn North til föður síns eftir að Kardashian fékk veður af því að 

Andrew Tate og bróðir hans, Tristan Tate, yrðu þar líka, en þeir eiga yfir höfði sér ákæru fyrir nauðgun og mansal.

 

Fyrr í þessum mánuði birti West langa færslu á X þar sem hann sakaði barnsmóður sína og „Kardashian mafíuna“ um að takmarka uppeldishæfileika hans og bar hann í leiðinni forræðissamning þeirra við „heimsókn“ í fangelsi“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stjórna fjárfestingasjóðirnir BlackRock og Vanguard heiminum?

Stjórna fjárfestingasjóðirnir BlackRock og Vanguard heiminum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sýnir fyrir og eftir myndir eftir 32 kg þyngdartap og segist aldrei aftur ætla að taka að sér „feit hlutverk“

Sýnir fyrir og eftir myndir eftir 32 kg þyngdartap og segist aldrei aftur ætla að taka að sér „feit hlutverk“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“