fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fókus

Ákvað að láta skilnaðinn ekki tortíma sér – ​„Ég var dauðhrædd“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. mars 2025 13:30

Arnold Schwarzenegger og Maria Shriver.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri ljóðabók sinni, I Am Maria, lýsir ​Maria Shriver því hvernig hatrammur skilnaður hennar við Arnold Schwarzenegger hafði djúpstæð áhrif á hana. 

Í bókinni segir hún frá því hvernig 25 ára hjónaband þeirra sprakk árið 2011 þegar Schwarzenegger viðurkenndi að hafa eignast barn með húshjálp þeirra, Mildred Baena. Shriver lýsir því hvernig þetta „braut hjarta hennar, braut anda hennar og það sem eftir var af henni.“

Blaðamaðurinn Shriver, og leikarinn og fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu Arnold Schwarzenegger giftu sig 26. apríl 1986 og eiga þau saman fjögur börn, sem í dag eru á aldrinum 27 til 35 ára. Shriver sótti um skilnað frá Schwarzenegger í júlí 2011, en skilnaðurinn gekk formlega í gegn í desember 2021. 

Shriver minnist einnig á missi foreldra sinna, Eunice og Sargent Shriver, sem létust árin 2009 og 2011, og hvernig þessir atburðir samanlagt höfðu áhrif á hana. Þrátt fyrir erfiðleikana hrósar hún börnum sínum, Katherine, Christina, Patrick og Christopher, fyrir hugrekki, kjark og þokka sem þau sýndu á þessum tíma.

„Heimur þeirra og friðhelgi heimilisins rifnaði upp með rótum á augabragði.“

Hjónin ásamt þremur barna sinna.

Shriver viðurkennir að hún hafi verið yfirfull af sorg og þjökuð af ruglingi, reiði, ótta, depurð og kvíða og hafi verið óviss um hver hún væri og hvar hún ætti heima. ​„Satt að segja var þetta grimmt og ég var dauðhrædd,“ María sagðist hafa setið á hótelherbergisgólfinu sínu, grátandi ein í myrkrinu. 

„Nú hefur mikið verið skrifað um endalok hjónabands míns, og satt að segja finnst mér ég ekki þurfa eða vilja ræða það hér, eða nokkurs staðar,“ segir Shriver. Hún segir að þrátt fyrir að hún hafi verið „skelfingu lostin“ á þessum tíma hafi hún ákveðið að þetta þyrfti ekki að vera endirinn fyrir sig. Bókin gefur innsýn í tilfinningalegt umrót Shriver í kjölfar skilnaðarins og hvernig hún hefur unnið úr þeim áskorunum sem fylgdu.

Schwarzenegger eignaðist soninn Joseph Baena, 27 ára, árið 1997 með ráðskonu sinni. Hins vegar komst Shriver ekki að neinu um soninn fyrr en Schwarzenegger játaði þegar hjónin voru í hjónabandsráðgjöf árið 2011.

Árið 2023 opnaði Schwarzenegger sig um hvernig hann flutti hinum fjórum börnum sínum fréttir af yngsta syni sínum.

„Ég varð að fara til krakkanna minna og útskýra það fyrir þeim,“ sagði hann í Netflix heimildarmyndinni Arnold.

„Ástæðan fyrir því að ég er tregur við að tala um þetta er sú að í hvert skipti sem ég geri það opnar það sárin aftur. Ég held að ég hafi valdið fjölskyldu minni nægum sársauka vegna hegðunar minnar. Ég mun þurfa að lifa með þessu það sem eftir er ævinnar. Fólk mun muna velgengni mína og það mun líka muna eftir mistökum mínum. Þetta er mikil mistök.“

Mildred Baena ásamt syninum Joseph.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fleiri miðum bætt við
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér