fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fókus

Sýnir fyrir og eftir myndir eftir 32 kg þyngdartap og segist aldrei aftur ætla að taka að sér „feit hlutverk“

Fókus
Mánudaginn 24. mars 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Channing Tatum tilkynnti um helgina að hann ætlar aldrei aftur að taka að sér  „feit hlutverk“ í kvikmyndum um leið og hann sýndi miklar þyngdarsveiflur sem hann hefur gengið í gegnum fyrir fyrri hlutverk.

Á fyrstu myndinni af þremur sem Tatum má sjá hann í góðu formi líkamlega. „Fyrsta myndin er tekin í dag, 103 kg,“ skrifar Tatum á föstudag. Á þeirri næstu má sjá Tatum 15 kg þyngri fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Josephine sem tekin var upp á síðasta ári. Þriðja myndin sýnir Tatum sem létti sig í 86 kg fyrir kvikmyndina Roofman sem hann lauk nýlega tökum á.

„Ég er svo þakklátur fyrir genin mín. Þakklátur fyrir kokkinn minn/næringarfræðinginn/nornina. Þakklátur fyrir þjálfarann ​​minn. Ég gæti ekki gert þessar miklu sveiflur í þyngd minni án ykkar. En ég mun ekki sinna feitum hlutverkum lengur“ sagði Tatum. Hann bætti við að það að þyngjast fyrir hlutverk væri of „erfitt fyrir líkamann“ núna og of erfitt að losa sig aftur við kílóin.

„En fjandinn þegar ég horfi á þessar myndir er bara villt hvað mannslíkaminn og viljinn getur gert.“ 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Channing Tatum (@channingtatum)

Í viðtali við Kelly Clarkson árið 2022 viðurkenndi Tatum að hann vildi ekki gera þriðju Magic Mike myndina vegna gríðarlegra krafna um líkamsrækt.

„Jafnvel þó þú æfir þá er það ekki eðlilegt að vera í svona góður formi. Ég veit ekki hvernig fólk sem vinnur 9 til 5 heldur sér í raun og veru í formi, því þetta er fullt starf mitt og ég get varla gert það.“

Tatum sagði að á sínum tíma hefði verið auðveldara að sveiflast í þyngd og líkamlegu formi fyrir hin ólíku hlutverk, en „nú get ég ekki losað mig við þyngdina jafn auðveldlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér