fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fókus

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“

Fókus
Mánudaginn 24. mars 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón K. Jacobsen, eða Nonni Lobo eins og hann er kallaður, er 58 ára og á stóra sögu áfalla, sorga og sigra. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Nonni ólst upp hjá foreldrum sínum en báðir foreldrar hans glímdu við alkóhólisma.

„Pabbi var leigubílstjóri og lenti í því að einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum að nóttu til þegar ég var bara um eins árs. Þetta var áfall sem hann dílaði við alla tíð, hann kannski lokaður líka í kjölfarið.“

Nonni var virkur strákur sem passaði ekki inn í boxið sem skólakerfið vildi hafa hann í og var, að eigin sögn, mikið hjá skólastjóranum. Hann byrjaði að drekka ellefu ára og var eins og eitt af þessum týndu börnum.

„Ég var mikið á Hlemmi og í partýstandi með vinum og félögum, bæði heima hjá mér og öðrum.“

Hann tekur skýrt fram að foreldrar hans hafi verið gott fólk og hann hafi fengið eins gott uppeldi og kostur var á. „Fólk var ekki að tala um áföll og tilfinningar á þessum tíma.“

Afi hans var fráskilinn og bjó við skólann á þessum tíma, auk þess að eiga mótorhjól og snjósleða.

„Ég man ekki hvernig það kom til en allt í einu var ég fluttur til afa. Mér leið vel hjá honum og hafði mikinn áhuga á öllum farartækjum með mótor. Ég var ungur farinn að keyra skellinöðrur og þess háttar, mótorhjólin björguðu mér.“

Nonni fór í Iðnskólann og seinna að læra til kokks en þá var neyslan farin að þvælast fyrir honum.

Hann fór í meðferð aðeins 21 árs eftir að hafa séð breytingu á foreldrum sínum í kjölfar meðferðar.

„Það var í raun ekkert vandamál fyrir mig að stöðva neyslu á þeim tíma. Ég setti bara fókus á verkefni. Keppti í mótorkross eða hvað sem er. Ég náði alltaf tímum inn á milli en var ekki heiðarlegur, þannig lifði ég í fimmtán ár.“

Nonni sat inni í nokkur ár. Hann fékk fimm ára dóm fyrir smygl, eitt auðgunarbrot sem fólst í því að keyra bíl í ráni og svo vildi lögreglan einfaldlega losna við hann, eins og hann orðar það.

„Háskólinn á Eyrarbakka kenndi mér margt um sjálfan mig, mannlegt eðli og ég var enginn drauma fangi. Ég féll þó aldrei á þvagprufu, segir hann og hlær.“

Aðspurður hvort hann hafi farið edrú í gegnum fangelsisvistina svarar hann þó neitandi.

Nonni kom út árið 2000 og var eldri sonur hans þá fimm ára gamall. Hann þráði að vera góður faðir og lifa eðlilegu lífi. Hann og barnsmóðir hans, Kata, höfðu skilið á meðan hann sat inni en nokkrum árum síðar tóku þau saman aftur. Þá hafði Nonni eignast yngri son sinn, Geira, en hún gekk honum alveg í móðurstað.

Nonni hefur lent í mörgum slysum, verið haldið sofandi, náð ótrúlegum árangri í akstursíþróttum, slasað sig illa, þurft að jarða báða foreldra sína, aðra barnsmóður sína og yngri son sinn. Þetta hefur hann farið í gegnum edrú, eftir mikla sjálfsvinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér