Tilefnið var viðtal sem Clooney veitti fréttaskýringaþættinum 60 Mínútum og var birt í gær, en þar talaði hann um frumraun sína á Broadway þar sem hann leikur blaðamanninn Edward R. Murrow í Good Night and Good Luck.
Í viðtalinu kom pólitík einnig við sögu en hann ræddi meðal annars þá ákvörðun sína að draga til baka stuðning sinn við Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna á liðnu ári.
Clooney, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Demókrötum, kallaði eftir því í fyrrasumar að Biden myndi stíga til hliðar og Kamala Harris taka við keflinu og berjast við Trump um hylli kjósenda. Í viðtalinu skaut hann einnig á ríkisstjórn Trumps og fyrstu vikurnar með hann í embætti.
Trump lét í sér heyra á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, eftir að viðtalið birtist. Sagði hann að viðtalið væri „puff piece“ – sem vísar meðal annars til umfjöllunar um frægt fólk þar sem eingöngu er einblínt á jákvæða eiginlega þess. Þá kallaði hann Clooney, sem hefur í tvígang fengið Óskarsverðlaun „annars flokks leikara“.
„Hann barðist grimmilega fyrir syfjaða Joe,“ sagði hann og vísaði í Joe Biden. „Og svo, strax eftir kappræðurnar, sparkaði hann honum eins og hundi,“ sagði forsetinn.