fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fókus

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 23. mars 2025 09:00

Sóldís Vala Ívarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin Sóldís Vala Ívarsdóttir hefur ekki alltaf verið örugg og tilbúin að tala fyrir framan fullt af fólki. Það var eiginlega alveg öfugt þegar hún var yngri. Hún lýsir sér sjálfri sem mjög feiminni stúlku sem tók stórt stökk út fyrir þægindarammann þegar hún tók þátt í Ungfrú Ísland og vann síðan keppnina.

Sóldís er gestur vikunnar í Fókus. Það má horfa á brot úr þættinum hér að neðan. Til að horfa á hann í heild sinni smelltu hér eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Hver keppandi í Ungfrú Ísland velur sér málefni til að vekja athygli á. Við spurðum Sóldísi hvað hún brennur fyrir.

„Mitt málefni var mikilvægi barna og ungmenna að æfa íþróttir, af því að þegar ég var yngri þá man ég bara hversu mikið það gerði fyrir mig, að vera í íþróttum og vera í hóp,“ segir hún og bætir við að þetta hafi mjög jákvæð áhrif á þroskaferli barna og unglinga.

„Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að það hafa kannski ekki allir efni á því fyrir börnin sín að fara í íþróttir, þannig mig langar aðeins að koma orðinu út að öll börn og öll ungmenni eiga rétt á að fara í íþróttir.“

Sóldís Vala æfði lengi fimleika og heimsótti nýlega gamla fimleikafélagið sitt, Fylki, til að ræða við iðkendur um íþróttina og eigin reynslu.

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024.

Var lítil í sér

Unglingsárin reyndust Sóldísi erfið.

„Ég var mjög innilokuð og lítil í mér. Ég var ekki með mikið sjálfstraust, var að bera mig saman við aðra og bara einhvern veginn alltaf að gera hluti fyrir aðra en sjálfa mig. Sem mjög margir eru að ganga í gegnum. Það tók mig smá tíma að stíga út fyrir þægindarammann. Að fara í menntaskóla var stórt stökk fyrir mig. Það skiptir svo miklu máli að umkringja þig fólki sem lyftir þér upp, ekki fólki sem dregur þig niður,“ segir Sóldís.

„Þetta var langt ferðalag en ég er komin á betri stað. Mér finnst mikilvægt að aðrir fái að vita að þetta tekur bara tíma, maður er svo týndur á unglingsárunum, maður er að reyna að finna og skilja sjálfan sig, hvað maður vill gera í framtíðinni, hvað maður vill gera núna. Maður þarf bara að taka þessu rólega og leyfa tímanum að gera sitt.“

Sóldís ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgdu Sóldísi á Instagram. Þú getur einnig fylgt Ungfrú Ísland á Instagram og TikTok. Sóldís mun krýna næstu Ungfrú Ísland þann 3. apríl næstkomandi í Gamla bíó. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afi Birgittu Lífar selur húsið í Garðabænum – „Full size myndin af mér fylgir hæstbjóðanda“

Afi Birgittu Lífar selur húsið í Garðabænum – „Full size myndin af mér fylgir hæstbjóðanda“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sonur stórstjörnu spreytti sig í American Idol – „Þú ert kunnuglegur“

Sonur stórstjörnu spreytti sig í American Idol – „Þú ert kunnuglegur“
Hide picture