fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fókus

Jeff Baena sendi Aubrey Plaza skilaboð þremur tímum áður en hann svipti sig lífi

Fókus
Fimmtudaginn 20. mars 2025 10:02

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmaðurinn Jeff Baena sendi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunnar Aubrey Plaza, skilaboð þremur tímum áður en hann svipti sig lífi.

Baena fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í byrjun árs.

Hann var giftur Plaza en fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að þau höfðu skilið að borði og sæng nokkrum mánuðum fyrir andlát hans.

Baena og Plaza byrjuðu saman árið 2011 og gengu í það heilaga árið 2021. Þau fóru í sitthvora áttina í september í fyrra og tókst að halda því utan sviðsljóssins.

Samkvæmt E! News, sem hefur skýrslu réttarmeinafræðings undir höndum, fékk Plaza skilaboð frá Baena þremur tímum áður en hann dó. Þar kom einnig fram að parið ræddi saman í síma kvöldið áður.

Plaza sagði rannsakendum að Baena hafi sagt eitthvað sem hafi valdið henni áhyggjum, mánuði eftir að þau fóru í sundur. Leikkonan flutti til New York á meðan hann bjó áfram í Los Angeles.

Ekki er vitað hvað kom fram í skilaboðunum sem Baena sendi Plaza daginn sem hann dó.

Plaza tjáði sig um fráfall hans í yfirlýsingu í gegnum umboðsmann sinn í janúar þar sem hún sagði að um ólýsanlegan harmleik sé að ræða. „Við erum mjög þakklát fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur. Vinsamlegast virðið friðhelgi okkar á þessum erfiða tíma.“

Plaza og Baena unnu saman í nokkrum verkefnum, til dæmis kvikmyndinni Life After Beth árið 2014, The Little Hours árið 2017 og Spin Me Round frá árinu 2022.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics

Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er þynnkan að drepa þig? – „Mömmuráðið, klassík sem margir treysta á“

Er þynnkan að drepa þig? – „Mömmuráðið, klassík sem margir treysta á“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragga nagli deilir skotheldri svefnrútínu – Svona geturðu bætt nætursvefninn

Ragga nagli deilir skotheldri svefnrútínu – Svona geturðu bætt nætursvefninn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“