Netverjar eru fullvissir um að Meghan Markle sé að þykjast eftir að hún birti myndband af sér þar sem hún útbýr St. Patricks dags vöfflur fyrir börnin sín tvö.
Í myndbandinu má sjá lögunina á vöfflujárninu sem Markle hellir vöfflublöndunni í. Haukfránir netverjar tóku hins vegar eftir að þegar vöfflurnar voru komnar á diska Archie, fimm ára, og Lilibeth, þriggja ára, þá voru vöfflurnar flatar og mynstrið passaði ekki við vöfflujárnið.
„Fyrir krakkana“ skrifaði Markle við mynd af vöfflunni sem hún var búin að útbúa sem andlit með kiwi sneið, tveimur bláberjum og rjóma.
Page Six greinir frá og segist hafa komist að því að tvö mismunandi vöfflujárn hafi verið notuð, annað fyrir krakkana og hitt fyrir þau fullorðnu, en mismunandi mynstur fékk netverja til að efast um að Markle hefði gert vöfflurnar sjálf.
„Tilhneiging Meghan Markle til að ljúga um allt er ótrúleg, jafnvel um eitthvað eins ómerkilegt og vöfflu. Hún birti myndband af sér með vöfflujárn með fjórum hólfum, en samt sem áður var hin svokallaða „heimagerða“ vaffla nákvæmlega eins og keypt úr búð,“ skrifaði netverji.
„Kæmi mér alls ekki á óvart! Vinnan sem hún leggur í að þykjast með jafnvel einföldustu hluti er næstum áhrifamikið. Ímyndaðu þér að fara í gegnum allt þetta bara til að falsa vöfflu – það er eins og hún geti ekki haldið aftur af sér,“ skrifaði annar.
„Hún gerði þær ekki ferskar fyrir börnin sín. Hún notaði þessar frosnu vöfflur,“ skrifaði einn og birti með mynd af grænum vöfflum frá Kellogg, Kellogg’s Green Apple Dragon Waffles. „Hvað er málið? Í færslunni lætur hún eins og hún hafi gert allt frá grunni. Hún er algjör lygari. Um allt.“
„Ég sá strax muninn þegar ég sá myndbandið. Ég get ekki skilið ástæðuna fyrir því að ljúga um vöfflur. Hvers konar manneskja þarf að gera það? Meghan Markle er gangandi svindl.“
Markle deildi einnig mynd af vöfflum sem hún útbjó fyrir sig og eiginmanninn, Harry Bretaprins.