Jón Boði starfaði áður sem matreiðslumaður og bryti. Hann verður 94 ára í desember.
Birgitta Líf auglýsti eignina á Instagram. „Afi Boði er að selja húsið sitt í Garðabænum. Á besta stað með mikla möguleika,“ sagði hún og bætti kímin við:
„Full size myndin af mér fylgir hæstbjóðanda.“
Afi Birgittu er með mynd af henni á pallinum, sem áður var auglýsingaspjald fyrir World Class.
Húsið var byggt árið 1963 og er rúmlega 190 fermetrar. Það eru tvö baðherbergi og fjögur svefnherbergi. Hún er laus strax.
Jón Boði óskar eftir tilboði í eignina.
Til að sjá fleiri myndir eða lesa nánar um eignina smelltu hér.
Þú getur skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.