fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fókus

Sonur stórstjörnu spreytti sig í American Idol – „Þú ert kunnuglegur“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. mars 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

23. þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna vinsælu American Idol hófst í byrjun mars. Söngvararnir Lionel Richie og Luke Bryan setjast í dómarasætin í áttunda sinn og þeim til halds og traust í fyrsta sinn sem dómari er kántrísöngkonan Carrie Underwood sem stóð uppi sem sigurvegari í fjórðu þáttaröðinni árið 2005. Ryan Seacrest stendur svo í hurðinni líkt og í öllum þáttaröðunum, enda enginn betri í að stappa stálinu í þátttakendur áður en þeir fara fyrir dómarana, og fagna með þeim eða hugga þegar áheyrnarprufunni er lokið.

Þrír þættir eru búnir, stuttur þáttur sem var eins konar kynningarþáttur á þáttaröðinni og Underwood og sýndur á undan Óskarsverðlaunahátíðinni 2. mars og svo tveir þættir í fullri lengd af áheyrnarprufum.

Þáttakendur í ár eru hver öðrum betri og ljóst að stórstjörnur í tónlistinni drjúpa af hverju strái í Bandaríkjunum, inn á milli eru svo nokkrir Bretar sem hafa gert sér ferð vestur til að taka þátt.

Ungur maður með gítar vakti athygli Carrie í öðrum þætti. „Þú ert kunnuglegur,“ sagði hún.

„Ég heiti Baylee Littrell, pabbi minn er Brian Littrell.“

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Brian meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, sem stofnuð var árið 1993 og hefur starfað óslitið síðan við miklar vinsældir. Baylee 22 ára, eina barn Brian og eiginkonu hans, Leighanne Reena Wallace.

Baylee flutti eigið lag í áheyrnarprufunni og leist dómurum vel á. Hvöttu þeir Baylee til að kalla föður sinn inn og tóku þeir lag Baylee saman.

Baylee þakkaði föður sínum áhuga sinn á tónlistinni og hæfileikana.

„Ég trúi að ég fái rödd mína frá pabba og vonandi get ég einn daginn sýnt honum að ég sé hæfileikana verður. Tónlist er í blóði okkar. Að feta í fótspor föður míns er ógnvekjandi, af því að ferill hans er einn sá stórkostlegasti í tónlistarsögunni. Það er enginn sem stenst samanburð.“

Baylee steig nokkrum sinnum á svið með Backstreet Boys sem barn. „Ég man að þeir voru með uppselda tónleika á risa leikvangi, ég var 8 eða 9 ára og opnaði tónleikana. Ég flutti tvö stutt lög, gekk af sviðinu og þeir stigu á svið og öskrin og lætin. Ég var bara heillaður og man að ég hugsaði: „Vá, hvað er eiginlega í gangi!““

Baylee fékk einróma þrenn já frá dómurunum meðan faðir hans klökknaði af gleði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aron Can náði ótrúlegum tíma í maraþoninu í Los Angeles

Aron Can náði ótrúlegum tíma í maraþoninu í Los Angeles
Fókus
Í gær

Ragnhildur fór í ræktina í útlöndum og fékk spurningu sem kom flatt upp á hana – Svar hennar vakti undrun

Ragnhildur fór í ræktina í útlöndum og fékk spurningu sem kom flatt upp á hana – Svar hennar vakti undrun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamaður óttast að vera ekki velkominn á Íslandi – „Hvernig er best að falla inn í hópinn?“

Bandaríkjamaður óttast að vera ekki velkominn á Íslandi – „Hvernig er best að falla inn í hópinn?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni Björn: „Í gegnum alla þessa vinnu þá komst ég að ákveðnum hlutum um sjálfan mig“

Árni Björn: „Í gegnum alla þessa vinnu þá komst ég að ákveðnum hlutum um sjálfan mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óvænt áhrif Ozempic á ástarlífið – Fyrrverandi kærastar skyndilega fullir eftirsjár

Óvænt áhrif Ozempic á ástarlífið – Fyrrverandi kærastar skyndilega fullir eftirsjár
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bestu vinkonur byrjuðu á sitthvoru þyngdartapslyfinu – Gjörólíkar upplifanir

Bestu vinkonur byrjuðu á sitthvoru þyngdartapslyfinu – Gjörólíkar upplifanir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orðrómur um leynileg göng þakin líkamsleifum undir heimili Gene Hackman – Er eitthvað hæft í þessu?

Orðrómur um leynileg göng þakin líkamsleifum undir heimili Gene Hackman – Er eitthvað hæft í þessu?