Lyfin virðast ekki bara hafa áhrif á fólkið sem tekur þau heldur einnig fólkið í kringum það. Tímaritið Elle ræddi við nokkra einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að makar þeirra eru á þyngdartapslyfjum á borð við Ozempic.
Sjá einnig: „Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Makarnir deildu ólíkum upplifunum, sumir sögðu frá jákvæðri reynslu en aðrir sögðust helst vilja að makinn myndi hætta á lyfinu.
Lindsay, 35 ára hjúkrunarfræðingur, segir að áður fyrr hafi eiginmaður hennar varla þorað að fara úr að ofan. „Ekki einu sinni fyrir framan mig. Mér var alveg sama að hann væri smá bústinn, það í alvöru truflaði mig ekkert. En það truflaði hann alveg svakalega, ekki bara í svefnherberginu heldur bara á öllum sviðum lífsins,“ segir hún.
„Hann hefur misst 30 kíló og það hefur skapað svo mikið sjálfstraust hjá honum, það er svo gaman að sjá. Hann er svo líflegur og hress. Við vorum í fríi og hann gekk um ber að ofan […] Hann er spenntur fyrir að vera nakinn fyrir framan mig en áður faldi hann sig undir fötum og sagði: „Ekki horfa á mig, ég er feitur.“
Kynlífið okkar er líka orðið svo gott, kynhvötin okkar beggja hefur rokið upp úr öllu valdi.“
Sjá einnig: Óvænt áhrif Ozempic á ástarlífið – Fyrrverandi kærastar skyndilega fullir eftirsjár
Curtis, 47 ára fasteignasali, segist helst vilja að eiginkona hans hætti á lyfinu. „Aukaverkanirnar hafa verið slæmar. Hún var fyrir með viðkvæman maga og nú hefur það bara versnað,“ segir hann.
„Ég veit aldrei hvort það verður: Hægðatregða? Niðurgangur? Þetta getur haft áhrif á nándina ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þegar henni líður ekki vel eftir kvöldmat. Þegar það gerist þá væri ég helst til í að hún væri ekki á lyfinu.“
Curtis segir að hann hefur einnig þurft að venjast breyttum matarvenjum hennar. „Hún borðar miklu minna þannig ég enda oft með að draga hana í land og borða meira. Ég þarf að passa mig á því.“
Michele, 50 ára markaðsfræðingur, segir kærastann skyndilega vera orðinn hreinlegri og snyrtilegri. Hún segir að áður hafi hann verið sóði og hugsað illa um heimilið, ekki þrifið eftir að hafa eldað en nú sé það allt breytt.
„Þetta er aukaverkun sem ég get samþykkt,“ sagði hún kímin.
Fleiri makar deildu sinni upplifun með Elle. Nokkrir til viðbótar nefndu aukaverkanirnar.
„Flökurleiki er daglegur hlutur, sama hvað hún borðar,“ sagði einn.
„Við höfum tapað heilu dögunum vegna aukaverkananna, hún liggur bara veik uppi í rúmi,“ sagði annar.
Lestu allar reynslusögurnar hér.
Sjá einnig: Læknir afhjúpar stærstu mistökin sem fólk gerir þegar það byrjar á Ozempic