Hefur þú einhvern tímann verið að horfa á fræðandi myndbönd á YouTube og óskað þess að þú gætir fengið samantekt eða handrit með nokkrum smellum? Í þessu stutta fræðsluskoti sýni ég þér hvernig þú getur nýtt þér frábært Chrome-viðbótarefni sem heitir „Youtube Summary with ChatGPT“.
Við ætlum að finna áhugavert myndband með hinum stórskemmtilega Brian Cox og sjá hvernig gervigreind hjálpar okkur að skrifa og taka saman helstu punktana á nokkrum sekúndum!
Það er gríðarlegt magn af spennandi og gagnlegum kennslumyndböndum á YouTube sem gervigreindin getur lagað til sem kennslutexta á augabragði. Með þessari viðbót getur þú sparað tíma, auðveldað þér yfirlit og fengið hraðvirkar samantektir sem hjálpa þér að grípa mikilvægustu atriðin strax.
Skrifta YouTube með Chat Gpt