Leikkonan greindi frá því í október 2023 að hún hefði greinst með nýrnahettukrabbamein. Í apríl í fyrra greindi hún frá því að meinið væri í rénun en það tók sig aftur upp undir lok síðasta árs og fór heilsu leikkonunnar hratt hrakandi síðustu vikurnar.
Émilie lék meðal annars í BBC-þáttunum The Missing þar sem hún lék lögreglukonuna Laurence Relaud. Þá vann hún til tveggja verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem besta leikkonan, í fyrra skiptið árið 1999 fyrir myndina Rosetta og aftur árið 2012 fyrir myndina Our Children. Hún vann til fjölmargra annarra verðlauna á ferli sínum.
Émilie fæddist í Belgíu þann 29. Ágúst 1981. Hún lætur eftir sig eiginmann, Michel Ferracci, og eina dóttur.