Margir kannast við Suplee úr þáttunum My Name is Earl eða kvikmyndunum American History X og Remember the Titans.
Suplee hefur lengi talað opinsskátt um lífsstílsbreytinguna sem hann gekk í gegnum þegar hann ákvað að taka líf sitt í gegn. Þá var hann orðin um 230 kíló og glímdi við ýmsa heilsukvilla.
Í dag er leikarinn hraustur og líður vel. Hann opnaði sig um þyngdartapsvegferðina í nýlegum pistli.
„Ég var með þyngdartap á heilanum nær alla ævi, en ég leit svo á að þyngdartapið sjálft væri allur leikurinn, að ef ég gæti misst þessi kíló þá myndi ég laga mig sjálfan, sem gerðist ekki. Þyngdartap var aðeins fyrsta litla skrefið í löngu maraþoni. Það kom í ljós að það er mun erfiðara að viðhalda þyngdartapinu. Ólíkt megrun, sem er tímabundin, þá er það eilífðarverkefni að þyngjast ekki aftur,“ sagði leikarinn.
Ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan smelltu hér, eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Hann birti einnig einlæga færslu í byrjun árs.
View this post on Instagram