fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 15. mars 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalinn og vaxtaræktarkappinn Árni Björn Kristjánsson og eiginkona hans, Guðrún Ósk Maríasdóttir, matvælafræðingur og næringarþjálfari, hafa verið saman í fimmtán ár en tóku stórt skref í fyrra þegar þau ákváðu að breyta sambandinu og opna fyrir náttúrulegar tengingar við aðra einstaklinga utan þess.

Árni er gestur vikunnar í Fókus. Hann ræðir um málið í spilaranum hér að neðan en til að horfa á hann í heild sinni smelltu hér eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Árni og Guðrún hafa verið saman í fimmtán ár, þar af gift í tíu, og eiga þrjú börn saman. Aðspurður hvort þau hafi einhvern tíma upplifað að sambandinu væri lokið, að nú væru þau komin á endastöð, svarar Árni hreinskilnislega: „Örugglega svona tuttugu sinnum.“

„Við erum búin að vera saman í fimmtán ár og við erum búin að fara í gegnum, held ég, allt, bara allan pakkann. Það hafa verið augnablik þar sem við höfum ekki séð neitt annað í stöðunni en að fara í sundur og það hafa líka alveg verið augnablik þar sem við höfum djókað með það að skilja og fá viku og viku án barnanna, bara einfaldlega út af því,“ segir hann.

„Það hefur alveg reynt á ýmsu og þegar ég byrja að hitta sálfræðing árið 2020 var það út frá því að við fórum í pararáðgjöf, það gekk ekki rosalega vel hjá okkur þá.“

Árni og Guðrún. Mynd/Karin Bergmann

Vilja engan merkimiða

Samband þeirra þróaðist enn frekar árið 2024 en þau setja engan merkimiða á sambandsformið.

„Við erum alltaf og höfum alltaf verið að leita leiða til að þróast saman, af því að við vitum að það er rosalega algengt að pör þróist í sundur,“ segir Árni og bætir við að það eigi sérstaklega við þegar pör byrja snemma saman á lífsleiðinni, en hann og Guðrún voru um 21 til 22 ára þegar leiðir þeirra lágu saman.

Árni og Guðrún. Mynd/Karin Bergmann

„Við elskum hvort annað rosalega mikið og höfum alltaf gert, og sambandið okkar alltaf verið náið. Þannig við höfum leitað leiða til að þróast sem einstaklingar en líka sem par, og þróast þá saman í sömu átt. Þannig við erum búin að vera að prófa okkur áfram, við í raun stimplum okkur ekki neitt, við erum ekki fjölkær eða neitt svoleiðis. Við bara erum rosalega frjáls og opin, og opin fyrir öllum tengingum og öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Árni.

„Við höfum aldrei verið hrifin af því að setja merkimiða á þetta. Þetta er það sem það er og það er fullkomið traust og við kjósum það að tala um hlutina, alveg eins og þeir eru. Þannig ef að það kæmi til þess að Guðrún myndi tengjast einhverjum manni rosa vel, eða konu, og hún myndi vilja þróa það samband eitthvað áfram þá myndum við ræða það opinskátt og hvernig við sæjum það fyrir okkur og þannig finnst okkur eðlilegt að sambandið okkar þróist áfram. Þannig að við getum átt okkar vini, hvort sem það eru strákar, stelpur, hán eða whatever.“

Árni og Guðrún. Mynd/Karin Bergmann

Lengi spáð í þessu

Við spurðum Árna um hvernig þetta samtal kom til, hvort þau hafi verið lengi að taka ákvörðun um að breyta sambandsforminu á þennan hátt.

„Við höfðum í langan tíma vitað af hugmyndinni um opin sambönd og kynnt okkur það, við ræddum það alveg af og til en fannst það ekki alveg heilla okkur. En einhvern veginn komumst við að því síðasta sumar að ekki afskrifa neitt. Opin sambönd, það er rosa breitt concept,“ segir hann.

Hjónin fóru í myndatöku í Lissabon. Mynd/Karin Bergmann

„Það eru til margar tegundir af opnu sambandi. Eins og þeir sem eru fjölkærir eru að deita annað fólk og eiga í ástarsambandi með fleiri en einum, en við Guðrún höfum rætt það, verandi með þrjú börn og í þannig sambandi, þá væri það erfitt að vera með kærustur og kærasta, heldur meira að vera opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma. Mér finnst miklu eðlilegra að horfa á þetta þannig.“

Árni ræðir þetta betur í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Árna á Instagram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah jafnaði metið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“
Hide picture